Ég reyni að passa mig í mataræðinu en sleppi mér oft um helgar

bjór, snakk og annar sóðaskapur.
Markmiðin mín eru löngu ákveðin. Ég ætla að vera í betra formi en ég er núna
En svona nánar tiltekið eru markmiðin eitthvað á þann veg að þegar ég var 28 ára var ég búinn að fitna mikið, tók af mér 18kg á 6mánuðum með stífum æfingum og góðu mataræði. Svo setti ég upp test sem ég tók. Þegar ég fór að nálgast 35 árin útfærði ég testið nánar eða
3x10 eigin þyngd í bekk
50 pullups/dips.. t.d. 20/30
400 metrar á undir mínútu.
Þetta tókst allt nema ég var
62.5sek
Núna er ég 39ára og á eitt ár í test.
Ég var búinn að bæta aðeins við prógramið, ætlaði að taka þetta svona
3x10 eigin þyngd í bekk
100 pullups/dips stefndi á 40/60
100 armbegjur
400 metrar á undir mínútu.
Svo voru komin millimarkmið eins og 100 dauðar pullups í 3 settum, en það eyðilagði á mér framhandlegg og því er ég búinn að vera off í mörgum æfingum í uþb ár.
Þá byrjaði ég að hlaupa meira, og er að fara að taka þátt í 10km hlaupi eftir 1 mánuð og stefni á sub 40mín.
hef líklega skrifað bróðurpartinn af þessu áður í þessum þræði
