Svezel wrote:
Ég ætla nú samt aðeins að verja Dodda hérna því ég skil hann reyndar mjög vel. Svona akstri fylgir alltaf áhætta og það eru engin ókeypis rönn í þessu (dekk, drif, bremsur, fóðringar o.s.frv slitna)
Sjálfur á ég bíl sem mér þykir mjög vænt og hef eitt miklum tíma + peningum í og yrði mjög leiður ef hann myndi skemmast. Hann er kannski ekki allra hentugasti bíllinn í drift né sá ódýrasti (eða dýrasti) en mér þykir þetta bara svo gaman að ég mæti samt þegar ég get, en reyni samt aðeins að halda mér á mottunni (læt ekki vaða í allar breygjur, keyri ekki allan daginn o.s.frv.)
Bíllinn hans er kannski ekki dýrasti bíllinn sem hefur tekið á því þarna og pottþétt ekki sá óhentugasti en honum er bíllinn kannski mjög mikils virði (fjárhagslega og andlega) og hann er því ekki tilbúinn að taka sénsinn. Það er bara nákvæmlega hans val að sleppa þessu, en hann ætti þá bara segja það hreint út eins og hann gerði í síðasta pósti í stað þess að segja að brautin sé of hættuleg eða vonlaust að keyra að henni því það er hún ekki.
takk fyrir að taka upp hanskann

þarna kom einmitt ágætis útskýring á minni pælingu, en ég hugsa að ég slaki nú á gunguskapnum næsta sumar og mæti allavega einu sinni til að prófa

fín hvatning hérna hjá ykkur
ein pæling, er ekki auðveldara að spara dekk ef brautin er blaut?
er mikið mál að bleyta hana aðeins? bara svona til að auðveldara sé að gera þetta ódýrt.