300+ wrote:
Þetta hljómar eins og það sé eitthvað ekki rétt tímað saman, ef hann sprengir upp í loftsíuboxið er annaðhvort bruninn of seinn eða það er svo mikill mótþrýstingur á afgashliðinni(gæti verið vitlausar pakkn. eða snúa ekki rétt).
Er búið að þjöppumæla hann eftir hedd-ævintýrið?
ef að hringir eru orðnir lélegir geta sloppið bensíngufur niður í sveifarhúsið sem berast upp í soggreinina með sveifarhúsönduninni og geta þá skapast aðstæður fyrir bruna þar en mér finnst það frekar ólíklegt.
Dettur annað í hug, á sumum vélum verður svinghjólið að vera rétt tímað m.v stöðu sveifarássins og það fer allt í rugl ef svinghjólinu er snúið um eitt boltagat í aðra hvora áttina, en á öðrum vélum skiptir þetta ekki máli en ég þekki ekki nógu vel inná M20 til að vita hvort það skipti einhverju máli þar.
Bíllinn hegðar sér nákvæmlega eins fyrir og eftir pakkningarskipti (pakkningar eru réttar, pottþétt), þannig að ég held við getum útilokað fyrsta möguleika, en nei ég er ekki búinn að láta þjöppu mælann, einhver sem tekur það að sér hérna
Og 4 möguleiki, svinghjólið þarf að vera tímað inn og var það gert.