saemi wrote:
einarsss wrote:
Ég vona nú að flugstjórarnir sjálfir séu með slökkt á símanum ...
hugsa að það skipti meira máli en að farþegarnir slökkvi á sínum.
En er eitthvað til í þessu að þetta geti truflað? þeas meira en 0.001% líkur
Flugstjórasímarnir eru nú bara yfirleitt alveg eins og farþegasímarnir... ekki mikill munur á þeim
Það hefur nú ekki verið rannsakað til hlítar hvaða áhrif þetta hefur. En þetta er mismunandi eftir flugvélum, kemur sem truflun inn á sumum vélum. Ekkert sem er að fara að sprengja vélina í tætlur á stundinni sko.
Ætli símarnir væru ekki teknir af öllum farþegum ef þetta hefði mjög slæm áhrif. Varla hægt að treysta því að 200 manns muni eftir að slökkva á símanum
Þetta gerir bara flugið ögn þægilegra að þurfa ekki að spá í símann og það sem meira er, hlusta á aðra blaðra hátt og snjallt í símann. Sjáið þið ekki fyrir ykkur 50+ kellingarnar í rauðvíninu? Nógu leiðinlegar eru þær án símans svo því sé ekki bætt við.
Vonandi verður þetta gsm bann bara sem lengst - óháð tæknilegum atriðum. Við erum að tala um að þetta er mannúðarmál

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn