Ég held að það hljóti allir að vera sammála því að viðbrögð þessa lögreglumanns hafi verið algerlega óásættanleg og greinilegt að þetta er ekki rétta týpan til að sinna svona störfum.
Smá úr reynslubankanum. Ég vann sem dyravörður á mjög vinsælum skemmtistað hérna back in the day, og það komu of og iðulega nýjir gæjar inn í djobbið sem höfðu ekki skap til þess að sinna því sem skildi.
Aftur á móti voru margir ansi færir, sérstaklega í að leysa málin án þess að allt færi í rugl. Ótrúlega sjaldan sem maður þurfti að beita einhverju afli.
Við getum velt því endalaust fyrir okkur hvort að eitthvað hafði gerst áður, hvort að það sé almennt unglingavandamál á staðnum, af hverju það voru svona margar löggur og af hverju strákurinn dró ekki bara upp vasana og sagði rólega, ég er ekki með neitt. Mér finnst líklegast með það síðastnefnda að það þyki almennt ekki cool að sýna samvinnu (láta vaða yfir sig eins og sumir kalla það) þegar lögreglan er að sinna sínum skildustörfum og vinirnir eru að horfa á.
Mér finnst það leiðinlegasta sem ég les vera svona "lögguhatur" allir séu slæmir, allt fávítar, bara buffa þá, láta þá ekki komast upp með svona, finna þá seinna og klára þetta... common guys, í alvöru. Menn get ekki leyft sér að vera svona sjálfhverfir að halda að þeir séu svona fullkomnir og allar löggur séu skíthælar (já eða bróðurpartur þeirra sem vinna í löggunni).
Eitt annað, þar sem ég hef aldrei lennt í líkamlegu lögregluvaldi, þó svo að hafa ansi oft lennt í aðstæðum þar sem hlutirnir hefðu geta farið á annan veg, á ég rosalega erfitt með að trúa því að einhverjir ALVEG saklausir séu snúnir niður eða úðaðir. Það getur þó að sjálfsögðu gerst, sérstaklega ef mikill hasar er í gangi og menn verða einfaldlega á röngum stað á röngum tíma.
Ég get t.d. sagt ykkur sögu af því þegar ég "braust inn" í hús hjá mjög hátt settum manni í þjóðfélaginu (hafði verið boðið í partí, kom á svæðið, músík í gangi en enginn svaraði bjöllunni eða banki). Ég og félagi minn ákváðum því að fara inn um bílskúrinn. Einhver nágranni varð var við það og hringdi í lögguna. 5mínútum seinna þegar ég og félagi minn vorum enn að reyna að komast úr skúrnum og inn í hús heyrðist í gjallarhorninu "við vitum að þið eruð þarna inni"

"Komið út eða við sækjum ykkur með valdi". Ég og félaginn héldum fyrst að það væri eitthvað action í húsinu á móti, en þegar við kíktum út sáum við svona 5-6 lögrelgubíla, her af lögreglumönnu og allir horfandi á skúrinn góða sem við vorum í.
Það var lítið annað í stöðunni að gera en að labba út..
Þegar við komum út stukku þeir á okkur (eðlilega) enda um "húsbrotsmenn" að ræða. Við streittumst ekkert á móti, vorum færðir inn í bíl og rætt við okkur.
Með mikilli kurteisi og útskýringum, þrátt fyrir mikla ölvun, náðum við að sannfæra lögregluna um að við værum í raun al-saklausir.
Þetta endaði þannig að löggan keyrði okkur upp að Hótel Sögu og sagði okkur að taka TAXA heim og sofa úr okkur ruglið.
ah.. the good old times....