Sælir, ég er með þennann lykil.
Og hann bara vill ekki opna bílinn. Ég er búinn að prófa:
loka öllum hurðum.
Svissa á 1 og til baka á innan við 5 sek
beina lyklinum að litla IR kubbnum á mælaborðinu (líka búinn að beina honum að speiglinum því einhver sagði að þetta væri þar en hjá mér er það sennilega bara fyrir sjálfvirku dekkinguna) og halda inni unlock takkanum á meðan ég ýti þrísvar á lock og þá blikkar fjarstýringin 10 sinnum og bíllinn ætti að opna og loka til að staðfesta það að það sé búið að brógrama en ekkert gerist.
Svo er ég líka búinn að leita að Alpine þjófavarnar kubb einhverjum undir aftursætinu en hann er ekki þar.
Er annars ekki öruklega hringurinn lock og kassinn unlock?
Ég veit að fjarstýringin er að senda geisla ( er búinn að sjá geislann) en er einhver leið að vita hvort móttökubúnaðurinn í bílnum virkar eða hvort ég sé að programa vitlaust..
HJÁLP. Þetta pirrar mig mikið!!