Við vorum 4 stelpur í stelpuferð norður á akureyri um helgina. Kærasti einnar hringdi í hana í gærmorgun um 11 og sagðist vera á Akureyri, hafa verið á fyllerí um nóttina og þau hafið ákveðið að fara þrjú til akureyrar, hún var ekki að trúa honum, en hann bað hana að sækja sig á Essó (á leiðinni út á flugvöll) svo hringdi hún aftur í hann "það er fyrsti apríl, þú ert ekkert á ak" hann soldið pirraður "jú ég er í þórunnarstræti með blabla og blabla þau ætla að skutla mér á essó, nenniru að sækja mig þangað" ég sagði við hana, hringdu eftir 5-10 min i hann og segðu að þú sért á essó, vinkona min vildi ekki gera það, því kærastinn hennar var svona pirraður í símann. Hún prófaði að hringja í tengdamömmu sína, sem sagði að hann hefði ekkert verið heima alla nóttina, þannig vinkona mín trúði þessu enn meira. Hún dró okkur allar út grútmyglaðar, þunnar á náttfötunum og á essó..
Sáum auðvitað engan, en hún hringdi til baka og heyrðu þá í pabba hans og fuglinum, þannig hún fattaði að hann væri í reykjavík..
Smá langloka, en góður djókur =D