Gunni wrote:
Þetta er góður punktur varðandi MK, en ég hef reyndar ekki orðið var við
þetta lið uppá síðkastið. Ég fer oftast á kvöldin, en ég held að þau megi ekki
fara hvenær sem er, hafa einhvern sérstakan tíma (held ég).
Það er greinilega einhver tími síðan þú fórst síðast, þar sem það er búið að
taka búningsklefana alveg í gegn, þ.m.t. sturtur og potta/gufu aðstöðuna.
Sem betur fer er búið að setja almennilega sturtuhausa og greinilega búið
að árangurstengja laun þrífifólksins, því það er ekki lengur alltaf skítugt.
Tónlistin...... ég er eiginlega hættur að taka eftir henni. Svo virðist samt sem
það sé bara til einn diskur eða eitthvað þannig. En maður er víst hvorki þarna
til að horfa á sjónvapið né hlusta á tónlist

Já, ég dreif mig oftast beint eftir skóla og notaði svo kvöldin til að læra eða gera eitthvað annað.
Ég fór þarna seinast í byrjun nóvember og man alveg eftir því þegar þeir tóku allt þarna í gegn í lok sumars. Þetta fannst mér bara ekkert endast og mér finnst alltaf vera skítugt þarna, ekki nema að þú sért að tala um einhverjar rótækar breytingar á seinustu vikum. Við erum bara ekki jafn umburðarlyndir
Well, þú hefur náttúrulega alveg rétt fyrir þér með sjónvarpið og tónlistina, þetta er ekki eitthvað sem maður kemur til að horfa/hlusta á, ég hef bara ekki svona yndislegan hæfileika til að blocka þetta trance/Scooter sull, ég fæ bara kippi í andlitið, en þetta væri hinsvegar hæfileiki sem ég væri til í að hafa (eða ég dríf mig í að redda mér iPod

)