Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Fjöðrunarkerfi í BMW E30 Gunnar Reynisson (GSTuning) | 2005-02-05 00:16:20
E30 Fjöðrun

Jæja, ég ætla hérna aðeins að útskýra fjöðrunarkerfið sem er í BMW E30 (3lína ´83-´94)

Greinin er skrifuð bæði fyrir mig til að rifja eitthvað upp og til að eigendur slíkra bíla geti lesið sig til um kerfið og mögulegar bætingar og viðgerðir því viðkomnu.

Grundvallar atriði : Til að skýra betur út kerfið þá er réttast að það komi strax fram að breytingar að framan hafa áhrif að aftan og öfugt.

Framan : Kerfið að framan er að hluta McPherson kerfi, þó það sé aðeins öðruvísi en í nýrri bílum, en McPherson kerfi er þannig að demparinn er innan í hólk sem gormurinn er svo settur á líka, þetta sparar pláss og er mjög einfalt í uppsetningu, það sem er að mestu öðruvísi í E30 kerfi (á líka við E28, E26, E23 t.d.) er að hólkurinn sem geymir demparann er einnig hluti af nafinu (wheel bearing assembly) sem á fer hjólalega og bremsudiskur.

Annar hluti af framkerfinu er jafnvægisstöng (swaybar) sem bindur saman spyrnurnar (control arms). Stöngin hefur ákveðinn stífleika og stífleikinn sér um að færa orku frá annari hliðinni yfir í hina. T.d. þegar bíllinn fjaðrar hægra megin þá ýtir spyrnan á stöngina, sem færir orkuna yfir og hinum megin breytist það í að hún er að toga í spyrnuna og fjaðrar því bílinn þeim megin líka. Þannig vill bíllinn ekki “vagga” heldur vera stöðugur. Ef stöngin væri svo sterk að það þyrfti gífurlegt afl til að beygja hana þá þyrfti bara gorm og dempara öðru megin, því að aflið myndi alltaf dreifast jafnt á báða enda, en þar sem að stöngin er ekki alveg gegnheil þá færist ekki allt aflið á milli.

Síðasti hluti kerfisins að framan eru spyrnurnar. Þær sjá um að viðhalda réttum hornum og gráðum á dekkjunum við fjöðrun og þegar er verið að beygja. Þá er t.d. tiltölulega mikill halli (caster) á dekkjum á BMW. Þetta veldur að dekkið stendur ekki beint á jörðinni þegar er verið að beygja heldur vill það halla inní beygjuna. Þetta veldur því að bíllinn er stöðugri og getur viðhaldið gripi á hraða, spyrnurnar sjá einnig um að draga í sig truflanir frá dekkjunum svo að það berist ekki í bílinn sem víbringur.


Aftan: Kerfið að aftan kallast Semi Trailing kerfi, þ.e. biti þvert yfir bílinn og á honum “hanga” svo armarnir og á þá fara gormar og demparar, að auki driföxlar og bremsur.

Kostir þessa kerfis er að það er einfalt og þarf engar stillingar, enda ekki hægt að stilla neitt þarna að aftan. Ókostir eru að við aukna fjöðrun niður á við þá breytist camber á dekkjum þ.e. þau fara að halla svo mikið inn að ofan að gripið minnkar að neðan og tapar þá bíllinn gripi. Þetta er ekki hægt að laga nema með spes fóðringum sem eru ekki stock. En á móti þá virkar þetta kerfi fínt líka ef bílin er nógu stífur til að fjaðra lítið og því breytist hallinn ekki neitt. Smá halli er betri í beygjum svo að ytra dekkið sem tekur á sig hliðar afls þyngdina setjist slétt við veginn þegar það fjaðrar, hallann stillir maður með því að stilla hæðina.

Gormar og demparar eru ekki í McPherson uppsetningu, heldur stendur gormurinn á milli armsins og bílsins og demparinn er á endanum á arminum.

Jafnvægisstöngin er alveg eins og að framan en er bara mikið aumari.

Nú þegar það er komið yfirlit yfir hvernig kerfið virkar þá er best að kíkja á viðhalds hluti í kerfinu sem er vert að hafa í lagi.

Persónuleg athugasemd : heildar tilfinning hversu heill bíll er má þakka fjöðrunarkerfinu að næstum öllu leiti.

Slithlutir : Demparar, Gormar, Spindlar, spyrnu fóðring, top dempara fóðringar, jafnvægisstöng, fóðringar fyrir jafnvægisstöng, drif upphengju fóðring, aftur arma fóðringar, jafnvægisstangar tenglar (þýtt út frá swaybar links), hjólalegur.
Meira og minna allt í kerfinu að undanskilinni spyrnunni sjálfri (þ.e járninu sjálfu) og aftur armarnir.


Þeir hlutir sem slitna hvað mest eru demparar, aftur dempara top fóðring og spindlar.
Þeir sem slitna minna en hafa aftur enn verri áhrif þegar þeir fara, eru aftur bita fóðringarnar sem bolta bitann við bílinn, gormar og jafnvægisstanga tenglar (það sem tengir stöngina við trailing armanna eða spyrnurnar) og svo hjólalegur.

Í þessari grein verður ekki talað um hvernig á að skipta um neitt af þessum pörtum, en eins og almennt er þá er bara fínt að skrúfa fullt af dóti lausu þangað til að það sem að maður þarf að skipta um er laust líka frá bílnum og skrúfa svo tilbaka.


Þá er allt þetta leiðinlega að baki og hægt að fara tala um tjúningar og aðrar skemmtilegar pælingar :)

E30 fjöðrun er ekki sú besta en 1998 þá var svoleiðis fjöðrun í BMW sem komst hraðast af öllum öðrum framleiðslu BMW bifreiðum á Nurburgring ,,
bílinn er akkúrat BMW M Coupe.

E30 bíll eins og hann kemur frá verksmiðjunni með sport fjöðrun (Bilstein Sport demparar) er mjög skemmtilegur bíll en á alltaf við sama vandamál að stríða, að vera eilítið laus að aftan. Þetta var lagað í E36 með Z örmum, en þetta hefur einnig haldið því lífi í E30 sem track og auto-x bíll. Þó að margir nýjir bílar séu svo vel búnir að bara smá fjöðrunar breytingar getur gert bílinn betri en E30 ( þá erum við að tala um Miata og aðra bíla í þeim geira, ekki nýja bensa og bimma ) , ástæðan er að E30 er svo skemmtilegur aksturs bíll vegna þess að hann er erfiður. Hann er mikið erfiðari en E36 því að afturendinn er lausari og því erfiðara að keyra á limitinu. Í réttum höndum þá getur stock E30 með sport fjöðrun rúllað framúr mörgum Porsche bílum og nýrri BMW, sést best í video sem var póstað á BMWkraftur spjallborðið þar sem að 318is með einni og annari fjöðrunar breytingu var að skilja hinu rosalegustu bíla eftir, t,d Audi S4 og fleiri góðir eftir í beygjunum.

Til að gera E30 betri þá er best að byrja á að skipta út öllum fóðringum, og þá þarf að ákveða hvaða parta á að kaupa í staðin.

Fyrir hinn almenna ökumann þá eru stock/jafn gildar stock fóðringar málið , hægt að versla í Bílanaust, Tækniþjónustu Bifreiða, B&L og líklega Stillingu.
Eitt sem er best að minna á er að einn partur er mjög veikur í E30 og það er top demparar fóðring að aftan, restin er “temmilega” næg. Oskard af spjallinu hefur riðið á vaðið og verslað sér E46 M3 fóðringar þar (undir 2000kr minnir mig ) þessar fóðringar passa beint í en eru bara betur hannaðar(munar næstum 20árum) og munu endast lengur.

Þegar er búið að skipta um fóðringar þá má fara að spá í hvað á að versla sér.
Megnið af kerfum sem hægt er að verlsa í E30 nær engri átt og því engin ástæða að eltast við að dæma þau hér, bæði vegna þess að mikið af þeim er ekki hægt að versla á klakanum og ég þekki þau bara ekki.

Meiri lækkun skilar ekki betri eiginleikum, þó að það sé verið að lækka þyngdarpunkt bílsins þá mun það koma út í vitlausum gráðum og hornum á dekkjunum. Það mun leiða til þess að bílinn einfaldlega er ekki eins góður og hann getur verið.

60mm lækkun er í raun hámarkið sem ætti að leitast að, það verður að vera mjög stíft kerfi til að fjöðrunin fari ekki of langt og verði í raun vitlaus. Stífari jafnvægisstangir eru flottar að þessu leiti því að þegar bílinn vill lækka sig þá vill hann gera það báðum megin og þá notast gormar og demparar öðru megin líka til að auka stífleikann.

40mm lækkun er tilvalið sem meðal fyrir almenna bíla þar sem að þyngdin er lækkuð niður aðeins, en hornin og gráður eru núna þannig að við setu þá er bíllinn eins og við 40mm fjöðrun og þar byrjar hann í raun að grípa.

Original kerfi er nóg fyrir hverslags daglegan akstur og myndi ég ráðleggja hverjum þeim sem ætlar sér ekki að “Taka á” bílnum sínum að ráði.

Persónulegar athugasemdir höfundar við E30 fjöðrunarkerfi og stífleika og stillingar þess bæði original og aftermarket:


Original þá er kerfið þannig sett upp að þægilegt er að keyra bílinn en hann hefur í raun ekki sportlega eiginleika á neinn hátt. Hægt var að fá nokkur mismunandi fjöðrunarkerfi og innihélt sport kerfið frá BMW bilstein sport dempara sem eru mikið notaðir.
Það hefur valdið því að þeir hafa þurft að vera með öðruvísi gorma og jafnvægistangir til að viðhalda sumpart mýktinni í bílnum. Stífir demparar skemma fjöðrun og gera hann þannig að hann verður “hægur” því að samblanda af gormum og dempurum ákveða fjöðrunarhraða bílsins. Hæg fjöðrun veldur því að bíllinn helst óstöðugur lengur og er því hættulegur.

Harðir gormar valda því að fjöðrun verður of hröð og bíllinn verður bouncy, þ.e hann vill ekki vera kyrr og það er einnig mjög hættulegt.

Besta blandan er að fá bílinn til að bregðast rétt við og á “temmilega” snöggum tíma. Gormar og demparar verða að aukast í stífleika saman til að viðhalda þessu balance. Bíllinn þarfnast aukins stífleika vegna þess að hann er að fá meiri og hraðari þyndarfærslu í beygjum þegar er verið að reyna alltaf að komast hraðar og hraðar. Mýkri fjöðrun myndi gefa svo mikið eftir að dekkin myndu missa grip og bíllinn myndi ekki geta farið eins hratt í gegnum beygjur.

Á E30 bíl þá þarf original að stífa framendann til að auka grip eiginleika framendans svo að hann sé ekki undirstýrandi. Þá kemst fínt jafnvægi á bílinn og hann höndlar mikið betur.

Höfundur: Gunnar Reynisson