Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Pool kvöld BMWKrafts á laugardaginn! Mazi! | 2014-05-22 12:13:41
Jæja þá er komið að því!

Nú er komin dagsetning á POOL kvöld BMWKrafts!Staðsetning og tími:

Snóker- og Poolstofan
Lágmúla 5, 108 Reykjavík
24. Maí, byrjum Kl:19:30Tilboð verða á staðnum:
Einn frír bjór aðeins fyrir meðlimi BMWkrafts!
Annas mun bjórinn kosta 990 kr,- á barnum
hægt er að kaupa sér veitingar á staðnum líka.

Til að nýta sér frían bjór VERÐA meðlimir að hafa skírteinið á sér og það er bara EINN bjór á meðlim.

Fyrirkomulag fer að einhverju leiti eftir fjölda þáttakenda og hverjir vilja spila saman á borðum, reynum að hafa þetta þannig að allir fái að spila 3-4 leiki.

einnig verð ég með BMWKrafts peysur og boli fyrir þá sem eiga eftir að fá sínar.

Kv, Skemmtinefnd BMWKrafts.

 • Nánar.


 • Pool Kvöldið


   
   
  Árshátíð BMWKrafts 2013! Mazi! | 2013-10-29 01:23:13
  Þá er komið að því kæru vinir!

  Árshátíð BMWKrafts 2013 verður haldin laugardaginn 30. Nóvember í Mjóddini (Gengið inn hliðina á Subway).

  Það verður að sjálfsögðu ljúffengur matur eins og undanfarin ár.

  Boðið verður uppá tryllta kraftsbollu eins og síðustu ár og við mælum með að menn kippi með sér nokkrum köldum til að drekka eftir matinn
  (ekki skilyrði samt)

  Gos og snakk verður á borðum.

  Vil hvetja alla til að mæta, meðlimi og non meðlimi, konur og kalla!.

 • Nánar.


 • Samkoman
   
   
  Samkoma 6. Ágúst kl 20:30. Mazi! | 2013-08-05 13:56:16
  Það verður samkoma 6. Ágúst í Hagkaup holtagörðum kl 20:30 hjá BMWKraft.

  þeir sem ætla að keyptu BMWKrafts peysu fá tækifæri til að sækja þær í leiðinni.

  Sjáumst hress!

 • Nánar.


 • Samkoman
   
   
  Hóprúntur BMWkrafts sunnudaginn 21 júlí Mazi! | 2013-07-17 15:51:36
  Við höfum ákveðið að stefna á rúnt og grill Sunnudaginn 21 júlí

  Við hittumst á bílaplaninu hjá gamla BogL við Grjótháls. Mæting er kl 17:30 og verður lagt af stað á slaginu 18:10.

  Leiðin liggur út úr bænum á suðurlandsveg og beygt af honum inn á nesjavelli og keyrt að þingvallaveginum þaðan liggur leiðin að þingvöllum og að svæði með útigrilli þar sem krafturinn býður í Grillaðar slöngur með kartöflusalati og öllum pakkanum, svo prins póló í eftirrétt!, og að sjálfsögðu kók með, gerum ráð fyrir allaveganna 2 pulsum á mann svo allir verði saddir!.

  Ef veður verður til leiðinda þennan dag þá tökum við Fimmtudaginn 25 Júlí til vara.

  Vonumst til að sjá sem flesta!

 • Nánar.


 • sumar
   
   
  Samkoma 2. Júlí kl 20:30. Mazi! | 2013-07-02 00:44:22
  Það verður samkoma 2. Júlí í Hagkaup holtagörðum kl 20:30 hjá BMWKraft.

  þeir sem ætla að kaupa BMWKrafts peysu fá tækifæri til að máta þær stærðir sem eru í boði á samkomunni.

  Sjáumst hress!

 • Nánar.


 • Samkoman
   
   
  BMWKrafts Hettupeysu group buy 2013! Mazi! | 2013-06-27 17:30:51
  Peysan

 • Pantaðu þína peysu hér!


 • Föstudagurinn 12. júlí 2013 er síðasti séns til að skrá sig og borga!

  Kv, Már (Mazi!)
   
   
  Meiri fríðindi fyrir meðlimi! Árni/Ingi | 2009-08-18 18:09:22
  Núna borgar sig að gerast meðlimur BMWKrafts! Fjórir nýir afsláttagjafar komnir inn á listann okkar; Eðalbílar, Málningarvörur, N1 varahlutir og Frumherji. Fleiri aðilar munu bætast inná listann von bráðar.

  Athugið afsláttur er eingöngu veittur gegn framvísun félagsskírteinis!  Kveðja Stjórnin.
   
   
  Spurningakeppni BMWKrafts Ingimar | 2009-02-05 21:45:30
  Spurningakeppni BMWKrafts verður haldin þann 14. febrúar kl. 19:30 í húsnæði Kvartmíluklúbbsins við Kvartmílubrautina í Hafnarfirði.
  Allar nánari upplýsingar á spjallinu undir Almennar umræður og Samkomur
   
   
  Bílasýning - Burnout 2008 Admin | 2008-05-08 03:01:26  Opnunartímar:
  9/5 Föstudagur 18:00 - 23:00
  10/5 laugardagur 11:00 - 22:00
  11/5 Sunnudagur 11:00 - 22:00
  12/5 Mánudagur 11:00 - 20:00


  Miðaverð:
  1.000 kr. eða 1.500 kr fyrir helgarpassa!


  Að sjálfsögðu verður BMWKraftur á svæðinu með magnað 300 fm sýningarsvæði.
  Á svæðinu verður ekkert slor og Krafturinn státar af 4.000 hestafla bílaflota


  Sjáumst fersk á bmwsvæðinu um helgina!
   
   
  Kraftmíla BMWKrafts og B&L 2007 Skemmtinefndin | 2007-07-11 15:29:32
  Kraftmíla BMWKrafts og B&L verður haldin laugardaginn 14. júlí kl 11:00 á Kvartmílubrautinni í Kaplahrauni.

  Kraftmílan er samstarf milli BMWKrafts, áhugamannaklúbbs um BMW á Íslandi, og B&L umboðsaðila BMW hér á landi. Herlegheitin byrja klukkan 11:00 en þarna munu um 30 BMW bifreiðar af öllum stærðum og gerðum keyra fram eftir degi. Kraftmílan verður byggð upp sem æfing frekar en keppni svo allir fái að keyra sem mest. Dagurinn snýst um að leyfa félagsmönnum BMWKrafts að sýna hvað býr í ökutækjum þeirra á öruggum og löglegum stað.

  Allir gildir meðlimir í klúbbnum geta tekið þátt í Kraftmílunni, að því gefnu að þeir aki brautina á BMW. Skráning fer fram á arnib11[hjá]hotmail.com.

  Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að mæta og horfa á.
   
   
  Ljósmyndakeppni BMWKrafts í sumar Ingimar | 2007-06-01 00:24:26
  BMWKraftur stendur fyrir ljósmyndakeppni í sumar.

  Þemað er BMWKraftur, BMW og allt sem tengist því.

  Allar nánari upplýsingar eru hér á vefnum undir Ljósmyndakeppni
   
   
  Aksturskeppni á varnarliðssvæðinu Gunni | 2007-04-17 18:06:43
  Umferðarstofa, í samvinnu við FÍB og LÍA hefur fengið leyfi til undirbúnings á aksturskeppni á varnarliðssvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Ætlunin er að halda þarna keppnir í sumar og þá sér í lagi drift. Einnig verður skoðað hvort hægt verði að halda þarna keppnir á mótorhjólum.

  Eins og allir væntanlega vita, þá eru framkvæmdir í fullum gangi hjá Iceland Motopark við go-kartbrautina. Í framhaldinu verður síðan ráðist í stórubrautina.

  Þar sem þörfin fyrir svona aðstöðu er brýn og aðkallandi og aðstaðan ekki kominn, þá höfum við alltaf verið með augun opin fyrir því sem koma má í kring þangað til brautin verður tilbúin. Þess vegna hafa aðildarfélög LÍA, til að mynda BÍKR staðið fyrir viðburðum eins og Drift keppnum.

  Við erum alltaf að leita að nýjum leiðum í því efni. Þess vegna fóru undirritaður og forseti LÍA á fund Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar í fyrstu starfsviku þess félags í nóvember síðastliðnum, til að skoða hvaða möguleikar væru fyrir akstursíþróttum á gamla varnarsvæðinu. Þetta hefur síðan orðið til þess, að formlegt erindi var sent í samstarfi FÍB, LÍA og Umferðarstofu til að halda keppnir á svæðinu á þessu ári. Jákvætt svar barst í dag.

  Nú fer undirbúningur á fullt, en ætlunin er að halda keppni þarna laugardaginn 28. apríl í lok Umferðaröryggisviku Sameinuðuþjóðanna, sem verður sérstaklega helguð ungum ökumönnum. Umferðarráð mun standa að dagskrá þessa viku, sem markar upphaf að því umferðaröryggisátaki sem haldið verður úti þetta ár. FIA og aðildarfélög þess taka virkan þátt í þessu átaki og er Michel Schumacher t.d. í stjórn "Make Roads Safe" átaks FIA sem stendur út árið.

  Ef vel tekst til við þennan viðburð verður framhaldið skoðað og málin rædd frekar við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem á miklar þakkir okkar akstursíþróttamanna skildar fyrir framsýnina og velviljann.

  Ólafur Guðmundsson.
   
   
  Samkomur fram í desember! Ingimar | 2006-09-22 21:20:17
  Hér er samkomuplaninu næstu mánuði. Samkomur eru haldnar á tveggja vikna fresti, til skiptis á miðvikudagskvöldum og sunnudögum.

  Samkomurnar verða á sunnudögum á bílastæðinu við Laugardalsvöll og við Kringluna/Borgarleikhús á miðvikudögum. Og til vara ef veðrið er slæmt á sunnudögum þá er það bílageymslan á bak við Íbúðalánasjóð í Borgartúni. Samkomurnar við Kringluna verða á neðri hæðinni í vetur.

  Samkomurnar fram í desember verða semsagt eftirfarandi:


  4. október (miðvikudagur) kl. 20:30 á efra bílastæðinu við Kringlu/Borgarleikhús

  15. október (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll

  1. nóvember (miðvikudagur) kl. 20:30 á efra bílastæðinu við Kringlu/Borgarleikhús

  12. nóvember (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll

  29. nóvember (miðvikudagur) kl. 20:30 á efra bílastæðinu við Kringlu/Borgarleikhús

  10. desember (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll  Sjá nánar á spjallinu

   
   
  Samkomur í sumar! Ingimar | 2006-05-15 22:58:17
  Ákveðið hefur verið að hafa samkomur á tveggja vikna fresti í sumar. Planið er svona:

  17. maí (miðvikudagur) kl. 20:30 á efra bílastæðinu við Kringlu/Borgarleikhús

  27. maí (laugardagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll

  14. júní (miðvikudagur) kl. 20:30 á efra bílastæðinu við Kringlu/Borgarleikhús

  25. júní (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll

  12. júlí (miðvikudagur) kl. 20:30 á efra bílastæðinu við Kringlu/Borgarleikhús

  23. júlí (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll

  9. ágúst (miðvikudagur) kl. 20:30 á efra bílastæðinu við Kringlu/Borgarleikhús

  20. ágúst (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll

  6. september (miðvikudagur) kl. 20:30 á efra bílastæðinu við Kringlu/Borgarleikhús

  17. september (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll

  Ef breytingar verða á planinu verða þær tilkynntar sérstaklega á spjallinu undir Samkomur.

  Ef veður verður slæmt á sunnudagssamkomum þá færum við okkur í bílakjallarann á bak við Íbúðalánasjóð og KB banka í Borgartúni (keyrt inn í kjallarann á milli Íbúðalánasjóðs og Þjóðskrár. Og ef veður er slæmt á miðvikudagssamkomum þá færum við okkur niður á neðri hæð bílastæðisins við Kringluna. :-)

  Sjá nánar á spjallinu


   
   
  Samkomur í vetur! Ingimar | 2005-12-18 12:31:54
  Ákveðið hefur verið að hafa samkomur á þriggja vikna fresti í vetur. Planið er svona:

  18. desember (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll

  11. janúar (miðvikudagur) kl. 20:30 á neðra bílastæðinu við Kringlu/Borgarleikhús

  29. janúar (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll

  22. febrúar (miðvikudagur) kl. 20:30 á neðra bílastæðinu við Kringlu/Borgarleikhús

  12. mars (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll

  5. apríl (miðvikudagur) kl. 20:30 á neðra bílastæðinu við Kringlu/Borgarleikhús

  23. apríl (sunnudagur) kl. 14:00 á bílastæði við Laugardalsvöll

  Ef breytingar verða á planinu verða þær tilkynntar sérstaklega á spjallinu undir Samkomur.

  Ef veður verður slæmt á útisamkomunum (sunnudaga) þá færum við okkur í bílakjallarann á bak við Íbúðalánasjóð og KB banka í Borgartúni (keyrt inn í kjallarann á milli Íbúðalánasjóðs og Þjóðskrár.
   
   
  Bíll ágústmánaðar mættur á staðinn! Ingimar | 2005-12-06 10:40:41
  Bíll ágústmánaðar er kominn á staðinn. Það er hinn stórglæsilegi E31 850i.

  Þessi bíll var einnig kosinn bíll ársins af meðlimum BMWKrafts nú í haust enda algert eðaleintak á ferðinni!
   
   
  Styttist í spurningakeppnina! Ingimar | 2005-11-04 19:35:31
  Í fyrra var haldin spurningakeppni BMWKrafts og vakti þvílíka lukku og skemmti fólk sér mjög vel. Því hefur verið ákveðið að halda aðra keppni núna í seinnihluta nóvember.

  Allar nánari upplýsingar er að finna hér á spjallinu undir "Samkomur".
   
   
  Árshátíð BMWKrafts! Ingimar | 2005-09-02 21:45:25
  Árshátíð BMWKrafts 2005 verður haldin næstkomandi laugardag, 10. september, í salnum Stuðlar í Hamraborg í Kópavogi.

  Boðið verður upp á mat og ýmis skemmtiatriði. Veislustjóri verður Hafsteinn Þór Magnússon.

  Það er eins gott að láta þetta ekki framhjá sér fara því það er á allra
  vörum hversu skemmtilegt er að skralla með kraftsfélögum !!!

  --> Nánari upplýsingar og skráningu er að finna hér á spjallinu. <--

   
   
  Midnæt drifter 26. ágúst Ingimar | 2005-08-24 23:01:05
  Heyrst hefur á spjallinu að þó nokkrir meðlimir BMWKrafts ætli að taka þátt í Midnæt drifter keppninni á föstudagskvöldið (26. ágúst). Nánar tiltekið munu 10 bílar af 22 sem eru skráðir til keppni vera BMW!

  Við hvetjum meðlimi og aðra að mæta og hvetja sitt fólk! :-)

  Nánari upplýsingar um keppnina er að finna hér.
   
   
  Sameiginleg samkoma 24. júlí Ingimar | 2005-07-21 14:59:30
  BMWKraftur, Blýfótur og Stjarnan munu halda saman samkomu á Hagkaupsplaninu í Skeifunni næstkomandi sunnudag, 24. júlí klukkan 20:00.

  Mætum sem flest!
   
   
  Samkoma fimmtudaginn 14. júlí !!! Ingimar | 2005-07-13 14:06:46
  BMWKrafts samkoma/hittingur verður á neðra planinu við Perluna fimmtudaginn 14. júlí klukkan 20:00.

  Veðurspáin er mjög góð og tilvalið að sjæna bílana aðeins og sýna sig og sjá aðra og spjalla í góða veðrinu!

  Nánari upplýsingar er að finna undir Samkomur á spjallinu
   
   
  Dyno og grill í Tækniþjónustu Bifreiða Gunni | 2005-05-30 17:17:08
  Okkur er ánægja að tilkynna það að Tækniþjónusta Bifreiða ætlar
  að halda Dyno-daginn hátíðlegan.
  Dagurinn er um ræðir er laugardagurinn 4. júní.

  TB menn ætla að grilla ljúfmeti ofan í mannskapinn og líklega verða einhverjir
  drykkir með.

  Einnig verður í boði að fá ókeypis létta ástandsskoðun á bílnum sínum. Bílnum er lyft og og skoðað undir hann og krukkað í þessa helstu hluti.

  Menn skrá sig á staðnum og fyrstur kemur fyrstur fær. Það verða fleiri á staðnum en við, en við göngum fyrir
  í aflmælinguna.

  Endilega mætum sem flestir og gerum okkur glaðan dag.

  BMW menn verða að leggja saman í hóp fyrir utan TB.

  Nánari upplýsingar er að finna um þennan atburð hér: smellið hér

  Sjáumst!
   
   
  Bíll Mánaðarins - Apríl CarOfTheMonthCrew | 2005-04-18 15:36:06
  Bíll Mánaðarins í Apríl hérna á kraftinum er kominn inn!

  Þýski eðalvagninn sem varð fyrir valinu í þetta skiptið er BMW E36 328i!

  Smellið á myndina hérna til vinstri til að vita meira..
   
   
  Bíll Mánaðarins - Mars Bílmánaðarinsnefndin! | 2005-04-01 00:10:36
  Bíll mánaðarins fyrir Mars mánuð er mættur á kreik!
  Kraftur, lúxus, allur pakkinn í þetta skiptið því hér er á ferðinni BMW E39 M5.

  Njótið vel!
   
   
  Ný grein í greinasafnið! Gunni | 2005-02-05 00:20:06
  Loksins varð að því að einhver tók sig til og skrifaði grein á síðuna. Sá duglegi maður var enginn annar en Gunnar Reynisson, aka GSTuning, dáðadrengur úr Keflavík. Að sjálfsögðu skrifar hann um E30 og í þetta sinn varð fjöðrunarkerfið fyrir valinu.


  Við viljum þakka Gunnari kærlega fyrir framtakið, og vonum að menn geri meira af þessu.

  Ef einhver hefur áhuga á að fá grein sína birta hér á síðunni er um að gera að hafa samband með emaili á gunni@bmwkraftur.is
   
   
  Bíll mánaðarins - Janúar Bílmánaðarinsnefndin | 2005-02-01 17:45:44
  Bíll mánaðarins í janúar er mættur á svæðið. Bíllinn í þetta skiptið er enginn annar en BMW M5 '91.

  Hellingur af flottum myndum ásamt myndbandi (í hágæða / lággæða útgáfum)
  og virkilega skemmtileg lesning.

  Umfjöllunina er að finna hér
   
   
  Poolmót laugardaginn 29.jan Gunni | 2005-01-26 20:32:05
  Poolmót BMWKrafts 2005 verður haldið á BILLIARD BARNUM FAXAFENI
  29. janúar 2005 kl. 20:00.
  Byrjað verður að spila ekki seinna en 20:30 !!Þátttökugjald kr. 700 fyrir limi.

  Bjór: 400 kr.
  Ostborgari, franskar og sósa: 500 kr.

  Smellið hér fyrir frekari upplýsingar!
   
   
  Bíll mánaðarins - Desember Bílmánaðarinsnefndin | 2005-01-26 00:02:44
  Margir hafa eflaust vel fyrir sér hvað kom fyrir nýja dagskrárliðinn okkar, Bíl Mánaðarins.
  Þið þurfið ekki að örvænta lengur, jólamaturinn fór vel með okkur og hér er mættur (seint koma sumir en koma þó!) Bíll mánaðarins í Desember!!

  Verið er að undirbúa Janúarbílinn í þessum töluðu orðum og gert er ráð fyrir að hann sýni sig fljótt!
  En leyfum desember að njóta sín í bili!
   
   
  Bíll mánaðarins - Nóvember Bílmánaðarinsnefndin | 2004-11-10 19:37:14
  Herra Nóvember hefur verið valinn! Sá sem hlaut titilinn eftirsótta er 325i M-tech II bíll frá árinu 1988.

  Hellingur af flottum myndum ásamt myndbandi (í hágæða / lággæða útgáfum)
  og skemmtileg lesning.

  Þú getur smellt hér til þess að skoða umfjöllunina.
   
   
  Spurningakeppni BMWKrafts Ingimar | 2004-11-08 23:41:48
  Þann 20. nóvember mun BMWKraftur standa fyrir spurningakeppni og bjórkvöldi á Pravda við Austurstræti.

  Glæsileg verðlaun í boði B&L!

  Allar nánari upplýsingar m.a. um skráningu er að finna á spjallinu (--> hér <--)
   
   
  Samkoma 06/11/04 Óskar | 2004-11-04 23:30:34
  Samkoma samkoma samkoma ! ! ! ! !

  BMWKraftur ætlar að hafa samkomu laugardaginn 6. nóvember á "neðra planinu" hjá perlunni kl 15:00!

  Fyrir þá sem eiga eftir að fá límmiða, þá verða þeir á staðnum!

  Nú er veturinn að fara að skella á í annað sinn og vonum við að sem flestir geti mætt!

  Við mætum uppí Perlu og ef veðrið verður leiðinlegt þá færum við okkur kannski bara á betri stað

  Með BMWkveðju

  Krafturinn
   
   
  Sýning á BMW 1-línunni Gunni | 2004-10-22 23:38:12
  Okkur BMWKraftsmönnum var boðið í heimsókn í B&L að skoða nýju 1-línuna þann 21. október. B&L buðu okkur uppá þessar fínu veitingar, öl, gos og snilldar mat! Þeir sem ekki voru í ölinu höfðu kost á því að reynsluaka bílnum og nýttu sér nokkrir það. Bíllin er hinn eigulegasti og væri ekki vitlaust fyrir þá sem ekki hafa barið hann augum að renna við hjá B&L og kíkja á gripinn.

  Við kraftsmenn þökkum B&L kærlega fyrir okkur og hlökkum til að koma næst í heimsókn!

  Myndirnar frá samkomunni eru komnar á vefinn og er að finna hér.
   
   
  Bíll mánaðarins - í hverjum mánuði! bmwkraftur.is | 2004-10-06 00:34:27
  Núna hafa fréttaritarar BMWKrafts tekið upp á þeirri nýbreytni að hafa umfjöllun um bifreiðar á vefsíðunni!
  Stefnan er tekin á að ein bifreið verði tekin fyrir í hverjum mánuði, hún mynduð í bak og fyrir og jafnvel búin til myndbrot.
  Einhver umfjöllum á textaformi mun líka fylgja með, með helstu upplýsingum.

  Sá sem ríður á vaðið í Október er BMW X3 bifreið af nýjustu gerð og má finna meira um þetta með nýjum hlekk neðst í valmyndinni!
   
   
  Uppfærsla á Innflutningsreiknivélinni arnib | 2004-10-04 17:27:07
  Nýlega var bætt við nýjum möguleika í Innflutningsreiknivélina.

  Heitir þessi möguleiki MwSt. og vísar hann í virðisaukaskatt á bifreiðar í Þýskalandi.
  Þannig er nefnilega mál með vexti með sumar bifreiðar að hægt er að fá þennan virðisaukaskatt endurgreiddan sé bifreiðin flutt úr landi og munar þá ansi miklu í verði.

  MwSt. er 16% og hefur þetta ekki bara áhrif á verðið úti, heldur þá einnig stofn til tolls og virðisauka hér á landi.
   
   
  Metþátttaka á samkomu um helgina! iar | 2004-09-27 21:02:18
  Á laugardaginn var haldin samkoma á bílastæðinu við Perluna. Þegar mest var voru um 28 bílar á staðnum! Síðan var ekið í halarófu niður í Borgartún í aðeins betra skjól.

  Myndir og vídeó er hægt að finna aftarlega í þessum spjallþræði.
   
   
  BMWKraft dagur hjá B&L arnib | 2003-05-23 12:26:11
  B&L hefur tekið að sér að halda uppi glaumi og gleði í húsnæði sínu á næstkomandi laugardag (24. maí). Við BMWKrafts menn erum auðvitað mjög þakklátir og metum mikils þann stuðning sem B&L sýnir okkur. Þess má geta að klúbburinn er að gefa út meðlima kort fyrir fyrstu meðlimi klúbbsins og er það B&L sem styrkir okkur í gerð þeirra. Þeir veita einnig afslátt gegn framvísun kortanna. Húrra fyrir BogL!
   
   
  Nýr vefur BMWKrafts í loftið! Vefarar | 2003-05-23 12:25:48
  Eins og glöggir menn sjá þá er hér mættur splunku-nýr vefur bílaklúbbsins BMWKraftur. Þessi er reyndar ekki fullkláraður, og verður það sennilega aldrei þar sem hugmyndin er að bæta stöðugt við hann skemmtilegum hugmyndum.

  Við vonum að fólki fíli okkar hugmyndir um hvernig vefurinn á að vera en það kemur allt í ljós :)