Kristjan wrote:
Nú var ég að hugsa um að fara með minn í söluskoðun svo ég hefði svona góða hugmynd um hvort það sé eitthvað að bílnum áður en ég sel hann svo það komi ekki í hausinn á mér seinna.
Hvað er það helsta sem ég ætti að biðja kallinn um að skoða?
Yfirleitt er það nú í höndum kaupandans að setja bíl í söluskoðun...
Af fenginni reynslu er afskaplega lítið sem getur "komið höggi" á
seljanda, nema ef bíllinn er hjólaskakkur eða eitthvað sem augljóslega
kom ekki í ljós við skoðun.
M.ö.o. ef þú ert sæmilega sáttur við ástand bílsins og þú hefur farið vel
með hann.. þá leyfa kaupanda að sjá um þennan hluta
