Ég var á leiðinni uppí Grafarvog áðan í góðum fílíng í 5. gír á 540/6 þegar ég sé einhvern bíl svigandi á milli akreina fyrir aftan mig á þokkalegri siglingu.
Síðan þegar hann er alveg að verða kominn við hliðaná mér sé ég að þetta er rauður Corvette og ákveð að prófa smá
Ég skelli bílnum í 4. gír og stíg bensíngjöfina alveg niður, bíllinn náttúrulega spítist áfram eins og andskotinn sjálfur og við erum alveg jafnir þangað til við slágum báðir af í 170 því við þurfum báðir að beygja uppí Grafarvog og gaurinn þarf að sætta sig við það að enda fyrir aftan mig

Djöfull hefur hann orðið fúll
S.s ef þú átt rauðan Corvette og varst að spyrna við bláan E39 áðan þá held ég að þú þurfir að láta laga bílinn þinn
Allavega..... Þetta var þrusu gaman og fyrsta skiptið sem ég prófa bílinn eitthvað af viti.
Hann virkar eiginlega bara betur en ég bjóst við
Næst er bara að finna einhvern sjálfskiptann 540 og taka nokkur run til þess að sjá hvort það sé einhver teljandi munur

_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is