Var að vandræðast með það í allt kvöld að koma læstu drifi í 320i boddý. Ekkert gekk
Fyrst var eins og drifskaftið væri fyrir þ.e. drifið kæmist ekki nógu mikið fram þannig ég tók drifskaftið undan þá ætti þetta nú að vera auðvelt bara tjakka upp og skrúfa en allt kom fyrir ekki ég get bara fest tvær skrúfur og svo upphengjuna. Það tekst ekki að koma hinum í, bara eins og götin séu á vitlausum stað!
Drifið er úr '86 325i, sem ég reif, það er risastórt en þegar það lá við hliðina á 320i drifinu þá var afstaðan á festingum og inntakinu fyrir drifskaftið alveg sú sama, á að líta a.m.k.
Bíllinn sem ég er að skrúfa þetta í er '88, ég hef áður skrúfað þetta í '89 boddý og það var ekkert mál!
Ég get ekki séð að nein partanúmer hafi breyst!