í gær var ég á ferðini utanbæjar og við vegkantin er hópur af rollum eins og alltaf, allavega ég hægi á mér og flauta á þær og þær hlaupa allar eins og þær eigi lífið að leysa frá veginum, og ég gef aftur í þá snýr 1 rollan við og hoppar beint fyrir bílin hjá mér, ég negli náttla niður eins og ég get en það dugir ekki til og hún skellur framan á bílnum hjá mér,
tjónið á bílnum er nefnilega töluvert meðað við ekki stærra slys, en það brotnaði grillið á honum, framljósin H megin allt plastið brotnaði beyglaðist og skekktist húddið og kom smá bunga á frambrettið, og jú járnið sem er undir ljósunum og grillinu líka,
gífurlega svekkjandi , bæði þar sem að bíllin var allur nýsprautaður að framan og leit gífurlega vel út, auk þess sem ég var nýbúin að fá gott tilboð í hann

, en það verður ekki mikið við þessu gert nema bara laga þetta ewru náttla bara bolt on hlutir nema húddið, hugsa að ég láti vaða á 750 look að framan
