Hrannar E. wrote:
Hvar fæ ég græjur í það ? Hef ekkert vit á bílarafmagni

Er kannski betra að fara með þetta til einhverra sem hafa vit á þessu ?
Bíllin fer í sprautun á morgun hjá Bílnet í keflavík kannski að þær gætu kíkt á þetta í leiðinni ?
Það er ekki flókið að mæla hleðsluna en einföld leið væri líka að fara bara á eitthvað rafgeymaverkstæði og fá þá til þess að mæla þetta.
Hleðslan er venjulega á bilinu13.8 til 14.2 volt skilst mér. Misjafnt eftir bílum samt.
Setur bara bílinn í gang og mælir hleðsluna með mæli.
Það þarf samt ekki að vera að alternatorinn sé kapút. Getur verið að það vanti bara vatn á geyminn eða "regulator" sé ekki að gera það sem hann á að gera. Veit samt ekki hvort þetta sé sambyggt eða hvernig þetta virkar í E90.