bimmer wrote:
Júlíus Sólnes skrifar:
Það er grundvallarmunur á því að færa niður lán almennt eða að breyta vísitölunni (fyrir utan það að breyta vísitölunni nær bara yfir verðtryggð lán og fullt af fyrirtækjalánum/skuldabréfum eru verðtryggð).
Það að breyta vísitölunni myndi þýða að Íbúðalánasjóður kæmist nokkuð klakklaust fram hjá þessu þar sem hann skuldar mikið verðtryggt líka. Þetta hefði hinsvegar slæm áhrif á Lífeyrissjóðina þar sem þeir eiga þessar skuldir Íbúðalánasjóðs að stórum hluta.
Eignarýrnun ÍLS myndi því flytjast yfir á Lífeyrissjóðina, sem má rökstyðja að sé eðlilegt þar sem þeir græddu afar vel á verðbólguskotinu ólíkt ÍLS. Það sama á við um bankana, þeir eru langir í verðtryggðum eignum og breytingar á vísitölunni hafa mikil áhrif á þá. Lín færi líka illa úr breytingum á vísitölunni en það má ekki gleyma að ríkið græðir slatta á verðtryggðum lánum Lín í mikilli verðbólgu.
Ég hef hinsvegar ekki mikla trú á að þetta verði að veruleika. Það þarf að hjóla í verðmætasköpun og hækka launin til að mæta hækkuðum afborgunum á lánum. Það er það eina sem dugar til framtíðar.