Kemur lítið á óvart að B&L selji fleiri BMW núna en á sama tíma og í fyrra, þar sem að það kom ný fimma og Z4 og þessum tíma.
BMW er samt að standa sig vel í að ná til alls konar markhóps. Benz hefur ekki tekist þetta því A og C bíllinn eru alls ekki nógu skemmtilegir til að höfða til ungs fólks.
Skv. bgs.is hefur B&L selt 25 BMW frá 1. janúar 2004 til 12. mars, samanborið við 14 hjá Audi, 7 hjá Benz, 19 hjá Lexus og 40 hjá Volvo. Á sama tíma í fyrra seldi B&L 15 BMW.
En á þessari síðu eru hrikalegar tölur fyrir MB. Ræsí tókst aðeins að selja 35 Benza í fyrra sbr. við 85 hjá BMW, 85 hjá Audi, 100 hjá Lexus og 213 hjá Volvo.

Ekki nema furða að Daimler vildi ekki hafa umboðið hjá Ræsi lengur.
http://www.bgs.is/vikutolurDefault.asp