Ég geri nú ekki mikið af því að pósta í söluþræði hérna en þar sem þessi er farinn í ruglið þá læt ég mig hafa það.
Ef ásett verð er of hátt þá selst bíllinn bara ekki, svo einfalt er það. Það þarf enga snillinga á kraftinum til að vara aðra við því að kaupa bíla á yfirverði, markaðurinn sér alveg um sig sjálfan hvað það varðar. Það var enginn að biðja neinn að vera í verðlöggunni...
Einnig skil ég ekki þessi fáránlegu OT komment sem slæðist inn í annan hvern þráð þar sem verið er að gera athugasemdir við stafsetningu, ritstíl, góðar eða slæmar myndir o.s.frv. þegar viðkomandi hefur svo engan áhuga á bílnum.
Menn tala hér alveg hægri vinstri um það hvað l2c er óþroskað og aulalegt spjall og svo eru menn bara ekkert skárri hérna. Ég held að menn verði að taka sig vel á ef þetta spjall á ekki að enda sem eitthvað 4chan spjall með bílamyndum.
MR.BOOM wrote:
Læsa söluþráðum......það eru of margir asnar hérna inni..........
Alveg sammála þessu. Þetta röfl í öllum söluþráðum hérna er alveg komið út fyrir öll velsæmismörk.