krónan er ekki ástæðan af hverju allt er í rugli hérna..
sumt fólk hérna spilaði með kerfið eins og það gat. Tók lán sem voru upp á tölur sem voru svo háar hefðu líka getað verið símanúmer í útlöndum.. stór hluti af almenning spilaði með og bankarnir leyfðu þeim það..
bróðir hans pabba á heima í USA og þegar Jón Sigurðsson varð forstjóri FL group 28 ára gamall með BS-gráðu í viðskiptafræði og nokkurn veginn enga alvöru reynslu þá átti fólk þar ekki til orð yfir því að þeim skyldi detta þetta í hug..
síðan skilar hann inn mesta tapi í sögu fyrirtækis á íslandi.. og allir hérna alveg

hvernig gat þetta gerst..
fólk sem hafði bara grunnþekkingu á viðskiptum var allt í einu orðnir forstjórar og eigendur..
sorry en þetta er alveg út í hött.. Og svo núna þá fær nýja kaupþing 40% í högum og Jón Ásgeir og co halda 60% og allt er svo afskrifað hjá 1998.. það er bara eins og þeir ætli ekki að læra af mistökum og halda bara öllu í full swing hjá þessu liði sem miðað við hvernig það klúðraði málunum, ættu ekki einu sinni að stunda viðskipti með matador peninga..