fór þangað með bílinn og lét yfirfara og smyrja, mjög sáttur með þjónustuna 

svo í annað skiptið sem ég fór með bílinn,  þá var verið að filma og kom þá í ljós að sleðinn var eitthvað laus og þurfti að sjóða eða festa hann betur...
ég kíki til þeirra með ekkert hurðaspjald og grátbið þá um að redda mér, þannig að þeir tóku hann inn samdægurs og redduðu málum á fínum prís.
svo hefur félagi minn líka góða sögu af þeim að segja. 
hann var búinn að fara með bílinn sinn (e60 545) til TB og einhvern annan stað, allir vildu meina að hann væri með gangtruflanir vegna slæmra háspennukefla og eitthvað bull... 80 þúsund króna pakki án vinnu var honum sagt.
hann vildi ekki sætta sig við það og kíkti til Bjarka í Eðalbílum, sá hinn sami opnaði húddið, hlustaði á ganginn í bílnum í sirka 5 sekúndur og bilanagreindi hann þá og þegar, ónýtar membrur í einhverju blablabla
held að viðgerðin hafi á endanum kostað innan við 20 þúsund kall með vinnu... 
  
  
  
  
  
 100% toppmenn