Danni wrote:
Ég myndi segja að hann er að draga inn falskt lofti. Athugaðu hvort að þú finnur rifu á sogbelgnum (gúmmí barkinn á milli loftflæðiskynjarans og throttle body).
Ég fór niður í bíl að athuga þetta, en þegar ég kom niður áttaði ég mig á því að ég veit ekkert hvað sogbelgurinn eða loftflæðiskynarinn eða throttle body er

Prufaði samt að skoða mig smá um vélina og sá einhverja gúmmí slöngu nálægt loftsíunni sem leit út eins og hún ætti ekki að vera þarna. Prufaði að tengja hana og starta bílinn og það virðist hafa virkað, bíllinn rauk í gang

Ansi heppinn að hafa séð þetta.

Þetta er hér undir

Þessi slanga, hún var ekki tengd þarna, þarna er ég búinn að tengja hana....mig langaði bara að vita hvort einhver getur sagt mér hvað þessi slanga gerir ?