http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/olafur-olafsson-selur-ferrari-a-59-milljonir-og-aston-martin-a-27-milljonir---myndir22. sep. 2009 - 08:05
Ólafur Ólafsson: Selur Ferrari á 59 milljónir og Aston Martin á 27 milljónir - MYNDIR
Athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson hefur sett tvo lúxusbíla á sölu. Um er að ræða Ferrari F430 F1 Hamann og Aston Martin DB9. Söluverðið á Ferrari bílnum er 59 milljónir króna og Aston Martin bíllinn er falur fyrir 26,9 milljónir.
Ólafur þessi er þó ekki sá sem hefur verið mikið í fréttum undanfarin ár, sem stærsti eigandi Samskipa, stór hluthafi í Kaupþingi og umsvifamikill athafnamaður. Þessi alnafni hans býr í Lúxemborg og hefur stundað bílaviðskipti í Evrópu.
Ólafur hefur nú ákveðið að selja tvo af bílum sínum hér á landi. Um er að ræða sannkallaða lúxusbíla, sportbíla af bestu gerð. Ferrari F430 F1 Hamann sem falur er fyrir 59 milljónir króna og Aston Martin DB9 sem hægt er að eignast með því að leggja fram 26,9 milljónir króna.
Myndir af bílunum tveimur má sjá hér að neðan.
Tekið af pressan.is