Jæja nú,
það eru búnir að fara nokkrir vinnutímar í mótorinn núna um helgina en þó aðallega í fegurðaraðgerðir
Ýmislegt var skrúfað af mótornum áður en hafist var handa og hann svo preppaður fyrir herlegheitin:


Hér er aðeins búið að skrúbba og skola:


Svo á meðan mótorinn var að þorna var sjöan færð út fyrir og ráðist í það að þrífa vélarsalinn og þar sem að Danna leiddist þá tók hann bara myndir


Artí fartí a la Danni:

Heddið var framleitt 2001 líkt og heddið mitt enda bæði keypt með stuttu millibili af Smeidmann:

Hér er búið að pússa allsvakalega með vírbusta og verið að munda pensilinn.

Og voila! Fyrsta umferðin komin á:


Þetta er svo málningin sem að ég notaði á blokkina, keypt í Húsasmiðjunni:

Það sem komið er af varahlutum; soggreinapakkningarnar, olíupönnupakkningin og ventlalokspakkningin voru keyptar í T.B. bæði vegna þess að þeir áttu þær til og þær voru talsvert ódýrari. En vatnsláspakkningin, reimarnar, skinnurnar og "O" hringirnir voru keyptar af I.H. Svo á ég von á fleirri hlutum nú í vikunni sem að eru í pöntun.

Svo ætla ég að reyna að henda inn myndum jafnóðum og ég vinn eitthvað í þessu
Over & out.........