Þannig eru mál með vexti að mig langar að kaupa mér Angel Eyes til þess að hressa upp á útlitið á bílnum mínum, er með eitthvað "venjulegt" xenon kerfi sem hefur litið betri daga og langar mig að skipta því út.
Planið er að panta allt heila klabbið af Ebay eða einhverju álíka og þar sem ég hef séð að margir hér hafa þónokkra reynslu af svona kaupum þá vildi ég forvitnast um hvort að einhverjir af ykkur gætuð bent mér á aðila sem þið hafið keypt af og verið ánægðir með.
Fyrirfram þakkir.
P.s. vona að þetta sé í réttum umræðuflokki
