Sælir meistarar.
Það eru einhver göt/sprungur á annarri pústgreininni hjá mér svo það þarf eitthvað að laga það. Þeim hjá BJB sýndist líka kúturinn vera orðinn eitthvað þreyttur.
Fyrst það þarf að eiga við pústið þá lét ég vaða á einhverjar ódýrar eBay flækjur sem eru vonandi ágætis kópering af einhverjum góðum flækjum og gera vonandi meira gagn en ógagn...

Gengið þessa dagana er víst ekki að bjóða upp á innflutning á "alvöru" dóti.
Svo er það restin af pústinu fyrir aftan flækjur sem væri ágætt að fá hugmyndir og smá brainstorm frá ykkur snillingunum. Nú er bíllinn '96 svo hann verður vera með hvarfakút (amk. meðan hann er skoðaður

). Ég vil ekki eitthvað skrölt eða dósahljóð frá pústinu en það má samt alveg skoða eitthvað sem gefur meira hljóð en orginal.
Er opinn fyrir hugmyndum um útfærslum, performance, hljóð, etc... opið fyrir pælingar, hvert á að fara, hvað á að kaupa o.s.frv.
