Jón Ragnar wrote:
Það er reyndar til endalaust af enduro hjólum hérna, bara ekki svona ferðahjólum
Ég hélt að þetta væri mest allt krossarar, semsagt númeralausir og ljóslausir? Er mikið af hjólum af skráðum hjólum á landinu?
En það sem ég meina er að það er lítið til af ferðahjólum jú, eiginlega ekki neitt barasta fyrir utan örfá BMW og einstaka KTM. Kannski eru einhverjar Hondur gamlar til heima sem uppfylla skilyrðin? En svo má fá aukabúnað á enduro-hjólin svo hægt sé að nota þau í svona ferðir og það er nú kannski það vinsælasta því budgetið í það þarf ekki að vera stórt.
Ég hef alltaf verið dálítill sökker fyrir Honda African Twin, en þau eru ansi dýr og fullt af bimmum á svipuðum verðum.
Gömlu GS hjólin eru samt mjög verkleg. Ég hef keyrt svoleiðis líka og það er frábært í meðförum, vélina þekki ég svo vel þar sem það er sama vél í hjólinu mínu.
Stór mynd, set bara urlið:
http://members.optusnet.com.au/~tjaeger/mypic22.jpg
Ef þið viljið kveikja verulega í ykkur þá skoðið þið myndirnar á þessari síðu:
http://www.smugmug.com/community/ADVrider