Ég benti einhvern tíma á
http://www.vald.org, en á þeim tíma þóttu pistlarnir þar of svartsýnir.
Nú hafa svörtustu spár hans ræst og því ekki að halda áfram að lesa:
http://www.vald.org/greinar/081101.html
vald.org wrote:
Það er fyrir löngu kominn tími til að íslenskir pólitíkusar, þessir svokölluðu fulltrúar fólksins, hætti að komast upp með að fara með milliríkjasamninga eins og einkamál. Þetta eru hagsmunir fólksins og það er verið að semja um sameign þjóðarinnar. Birtið strax alla skilmála samningsins við IMF. Birtið líka í leiðinni á hvaða verði íslenska þjóðin er að selja orku til erlendra fyrirtækja. Þetta er ekki ykkar einkamál.
Hér er viðtalið við manninn á bakvið síðuna í Silfri Egils:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4440903/3
Svona fólk þarf til að stýra landinu á erfiðum tímum.
Þegar stjórnmálamenn tala um að ekki megi skipta um hest í miðri á, þá spyr ég: En ef hrossið er fótbrotið og er að drukkna? Eigum við að fara með?
_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn