JonHrafn wrote:
Eitt sem ég er ekki að skilja. Dabbi kóngur segir að evran kosti 150kr .. en maður fer á heimasíðu Evrópska Seðlabankas þá vilja þeir fá 305 krónur fyrir hverja evru.
Er Dabbi að borga með evrunni? ... eða hvernig virkar þetta.
Dabbi á nokkrar Evrur undir skrifborði hjá sér sem hann er tilbúinn að selja nýju bönkunum sínum á 150 krónur til að halda lífinu í okkur í nokkrar vikur.
Þegar þær klárast verðurðu að borga 305 fyrir þær. Ef það vill þá einhver taka við krónunum þínum.
Kókó puffs kynslóðin er að líða undir lok. Nú er það bara siginn fiskur og slátur.
Atburðir síðustu vikna sýna okkur bara svart á hvítu að fall krónunnar
var bönkunum að kenna og allt tal um að það þjónaði ekki langtíma hagsmunum þeirra að vissu leyti satt - nema að það voru ekki langtíma hagsmunir sem var verið að hugsa um þegar þeir voru að sanka að sér gjaldeyri (og fella þannig krónuna), heldur dauðakippir. Og ráðandi eigendur væntalega að redda sér fé til að yfirgefa partíið.
_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn