iPhone 3G er auðvitað kostur, ég veit ekki hvort það sé búið að "hakka" hann enþá, en það styttist vonandi í það. Hinsvegar er iPhone ekkert "undratæki" þegar maður fer að bera hann saman við aðra síma á markaðnum. Hann hefur fengið svo stóran hluta af kastljósinu á sig að hinir símarnir hafa fallið í skuggann.
Ég á iPhone 1st generation (8gb, ekkert 3G), þetta er góður sími og gerir allt sem ég þarf. Ég get farið á internetið hvar sem er (í gegnum EDGE, það kostar þónokkuð mikið) og frítt ef ég tengi mig við þráðlausan tengipunkt. Hann er líka með Mail forrit, þar sem þú getur tengt þig við alla þjónustuaðila. Það er hægt að fá þá notaða á fínu verði (20 - 30 þúsund, örugglega ekki meira). Ef þú ákveður að fá þér iPhone - og þá 3G, þá veit ég að einn seldist núna fyrir stuttu á 45.000 krónur íslenskar. Þú mátt láta flytja þá inn, en tollurinn getur tekið þá af þér ef þeir eru ekki CE merktir - þannig að kaupa svona grip frá evrópu er málið.
Þetta er æðislegur sími í alla staði, en langt frá því að vera það besta.
