á þingvöllum er verið að reisa sumarbústað, félagar mínir eru með verkefni þar og eru þeir að moka fyrir grunni.
þar sem ekki má og er ekki hægt að nota pallbíla til að moka jarðveginum upp í, fylla þeir fiskikör og ser þyrla um að koma þeim á milli staða jafnóðum, og körin tæmd ofan í pallbíl sem stendur stutt frá staðnum
hér var verið að tanka
á leiðinni upp að grunninum
þarna er grunnurinn, og þyrlan komin til að krækja í kar
og hér fer hún með karið upp að pallbílnum
nýta ferðina til baka.
bara magnað apparat
leigan á þyrlunni og á flugmanninum er um 150 þús á tímann, eða um 1.5 milljón á dag! og þá á eftir að telja 3 menn sem að sjá um að húkka körunum á krókinn og raða þeim eftir þörfum.leiga á 2 litlum beltavélum + mennina á þeim
engin pólsk laun, íslensk laun ! því hér VERÐA allir að tala íslensku
eitthvað eru nú menn líka farnir að klóra ser í hausnum um hvernig eigi að fjarlægja beltavélirnar þegar að þeirra verki er lokið, heyrst hefur að þurfi að nota stærri þyrlu til þess að flytja beltagröfurnar á milli
að sjálfsögðu fórum við á þýskri bifreið til þingvalla því annars hefðum við aldrei nennt því, hér má sjá spegilmynd af 330 E46 taka frammúr eitthverjum útlendingum á um 120 km hraða
ef þið hafið áhuga á að skoða myndirnar í betri gæðum farið þá hingað
http://flickr.com/photos/blammo