Getur maður með einhverju móti athugað virkni súrefnisskynjara?
Bíllinn tók upp á því áðan eftir um 8km rólegan akstur að ganga hrikalega tussulega. Sérstaklega er hann slæmur við gjöf í þungum gír en er í raun hvergi góður á snúningssviðinu, kraftlaus, missandi út cylendra (að mér finnst) og hægagangurinn allt of hægur.
Engar villubendingar í mælaborði.
Ég var búinn að reyna að finna vacum leka en á eftir að tékka betur á því á morgun. Datt helst í hug að þetta væri lambda skynjarinn. Skipti um kerti fyrir um 6000km.
Hugmyndir vel þegnar
