Hannsi wrote:
ok þessi er ekkert að seljast og þetta er án efa ódýrasti E39 til sölu hérna

Mér var tjáð að þetta væri mest skoðaði bílinn á sölunni... margir heitir en síðan þegar kemur að því að gera tilboð þá hefur enginn bein í nefinu. Hef þurft að neita hlægilegum tilboðum upp á yfirtöku og jafnvel bíl sem er með hærra láni í sléttum skiptum!!! Hef einnig nokkrum sinnum lent í því að fólk býður upp í ódýrari bíl en þegar ég lýsi áhuga að sjá bílinn þá lætur fólk sig hverfa. Það er hreinlega spurning um að hækka verðið um 200-300þ og leyfa fólki að vera ánægt með sig með því að samþykkja 300þ kr lækkun á verði.
Þessi bíll er í ágætis standi en það þarf að endurnýja bremsuklossa og skynjara fyrir airbag og þá er hann í frábæru ástandi. Þetta er viðgerð upp á c.a. 50þ hjá TB og það verður farið í það fljótlega að redda þessum hlutum.
Verðið er lágt miða við aðra bíla og það ætti að auðvelda tilvonandi kaupanda að fjárfesta í felgum sem þessum bíl sárvantar. En Þetta eru fínar felgur til að keyra á í vetur og auk þess eru þær umvafðar loftbóludekkjum.