Ég ætla að keyra minn í vetur!!! BMW eru góðir í snjó, góð þyngdardreifing 50/50... Skelli bara undir nagladekkjum og bruna svo útum allt, passa bara að slida ekki í beygjum svo að það sjái ekki á bílnum næsta vor...
... En mig langar að koma með smá ábendingu! Ég var að klára að taka meirapróf (vörubílapróf) og þar var mér sagt eitt af einum ökukennaranum, en hann vinnur við að meta og skoða bíla sem hafa verið í banaslysum. Hann sagði mér að ef að bíll er ekki á NAGLAdekkjum þá getur hann verið dæmdur ÚR rétti og ef hann veldur banaslysi þá fær bílstjórinn þyngri refsingu ef hann var ekki á nöglum!
Ég vissi þetta ekki fyrr en hann sagði mér þetta og finnst rétt að koma þessu á framfæri þar sem fólk er ekki meðvitað um þetta, og svo ef það lendir í árekstri þá lendir það í djúpum.
Ég veit nú samt að allir hérna ætla að keyra varlega í vetur og passa bílana sína, en alltaf er allur varinn bestur!

_________________
Gunnar Hans - Alltaf á löglegum hraða
-BMW 318i E36 ´93 - Seldur...
-Honda Prelude 2,0 4th-Generation - Seldur...
-Honda Accord 2,0 EXE