Valdi- wrote:
Nokkrir punktar um Sporthúsið...
1. MK og Sportó gerðu samning og núna er allt fullt af littlum tilneyddum krökkum þarna sem annaðhvort fylla öll tæki borandi í nefið eða eru með læti.
2. Tónlistin þarna er mesta sorp sem þú finnur, þeas. nema að þú sért alveg flaming og dýrkir Scooter og trance sull. Þarft semsagt að eiga iPod eða lifa við rosalegar kvalir.
3. Tækin eru jú ágæt, þung handlóð og svona.
4. Power hornið er allt í lagi.
5. Gufurnar og Potturinn er stór plús.
6. Sturturnar eru lélegar nema að þú farir í sturtuklefann næst pottinum.
7. Mér persónulega finnst alltaf skítugt þarna inni og að flestir skáparnir séu bara ónýtir.
Ég var búinn að vera þarna í heilt ár og bara gafst endanlega upp um daginn, sagði upp kortinu.
Þetta eru allt mínar skoðanir af sjálfsögðu og má vel vera að einhver fýli þennan stað alveg í ræmur og þá er það bara hans mál

Þetta er góður punktur varðandi MK, en ég hef reyndar ekki orðið var við
þetta lið uppá síðkastið. Ég fer oftast á kvöldin, en ég held að þau megi ekki
fara hvenær sem er, hafa einhvern sérstakan tíma (held ég).
Það er greinilega einhver tími síðan þú fórst síðast, þar sem það er búið að
taka búningsklefana alveg í gegn, þ.m.t. sturtur og potta/gufu aðstöðuna.
Sem betur fer er búið að setja almennilega sturtuhausa og greinilega búið
að árangurstengja laun þrífifólksins, því það er ekki lengur alltaf skítugt.
Tónlistin...... ég er eiginlega hættur að taka eftir henni. Svo virðist samt sem
það sé bara til einn diskur eða eitthvað þannig. En maður er víst hvorki þarna
til að horfa á sjónvapið né hlusta á tónlist
