Jónki 320i ´84 wrote:
Fær hann bensín?
Fær hann neista?
Fær hann loft?
Þetta er það þrennt sem þú þarft að ganga úr skugga um hvort hann sé að fá

Getur prófað að taka bensínleiðsluna sem kemur inná mótor af og starta og sjá hvort það bunar útur henni.
Svo tekuru eitt kerti úr og prófar það í kertaþræðinum með því að stinga því í kertaþráð, setja kertið einhverstaðar í jörð og starta og sjá hvort það komi neisti. passaðu bara að koma ekki við bílinn neins staðar því þá færð þú straum
svo bara athuga hvort það sé einhver stífla á leiðinni inná mótor fyrir loftið
Þetta er svona basic hlutirnir sem þú þarft að tjekka, ef hann fær nóg af öllu þá er eitthvað meira að

Ég er nú ekki alveg fæddur í gær... auðvitað var ég búinn að athuga hvort hann fengi bensín og loft.. eina sem ég hef ekki getað athugað er hvort hann fái neista þar sem mér er lífsins ómögulegt að geta stússast í húddinu á sama tíma og ég sit inni í bíl að starta...
En það kæmi mér samt ekkert á óvart þó þetta væri eins og Tommi er að tala um... bara ónýtir kertaþræðir...

tími bara ekki að eyða meira í þennan bíl
