Jæja, þá eru kubbarnir komnir í. Gekk bara mjög vel og tók mig 1klst og 20 mín þegar ég var búinn að fá réttu verkfæri (Trox skrúfjárn)
Árangur : Góður, allavega +20hö
RPM : Bíllinn er byrjaður að skipta sér á lægri snúning (5100RPM í stað 5800RPM) Ekki spyrja mig af hverju en hann vinnur samt mun betur þegar hann skiptir sér á þessum snúningi
Tog : + eitthverjir Newtonkraftar
Síðan breytist hljóðið fullt, núna heyrist mun meira í honum. Kannski er það bara út af ég er alltaf að reka pústið í jörðina (vantar 3 pústupphengjur) en ég held samt að það sé bara vélin sem er að öskra meira
Mjög mjög sáttur við þetta
