Viðhald jámmzz..
Það er nokkuð auðvelt að halda þeim við, þar sem þeir eru byggðir á 5 línunni.  Það er alveg sami drifbúnaður og fjöðrun í þeim og E12 / E28 bílunum.  Svo það er nokkuð auðvelt að fá hluti á góðu verði hvað það varðar.  En varðandi boddíið þá getur verið dýrt að fá þá hluti.  Vélarnar eru skotheldar verð ég að segja.  Ódýrt og auðvelt að fá varahluti í þær.  Gírkassarnir og drifið líka mjög sterkt, nema "synchroið" slappast náttúrulega alltaf með aldrinum í beinskiptu bílunum.
Krafturinn er bara eins og alltaf, aldrei nóg 

  En jújú, 628csi er allt í lagi beinskiptur, en 3.5 er náttúrulega ennþá betra.  Vélarnar eru mjög ljúfar í meðferð og torka vel.
6-an er svolítið þung að framan, örlítið undirstýrð út af því.  En fer svo út í þessa klassísku yfirstýringu ef gefið er í í beygjunum.  Mjög þægilega samt, kemur ekkert á óvart heldur bara svona gradual dæmi sem auðvelt er að grípa aftur með að smá handasnúning í hina áttina.
Ég lækkaði minn örlítið og setti í hann Bilstein dempara, og ég er alsæll með hann.  Hann er að vísu svolitið hastur, en hann var frábær á 16" felgunum.  17" eru bara svo flottar  
Bensíneyðslan er 9 í langkeyrslu (100-120) og 15 innanbæjar (sumarkeyrslu á skemmtilegum bíl).  Færi ábyggilega niður í 12 ef maður væri ekki svona mikill vitleysingur  
 
Sæmi