Thrullerinn wrote:
Ég veit ekki alveg hvort einhver hefur tekið eftir því sem hafa farið til
Færeyja, en þar er mikið og litríkt úrval af BMW bílum og mjög mikið af
þeim miðað við aðra bíla.
Þannig ef einhver þekkir til þá væri fyrirtak að bjóða þeim á bíladaga
eitthvað árið. Í alvöru þá er leikur einn að fara til Íslands frá Færeyjum..
Sá t.d. þennan skemmtilega breytta Ci þarna...
Ég var einnig í Færeyjum í sumar og tók ég þá einmitt eftir því hvað það er mikið um BMW-bíla þarna.
Ég sá t.d. þennan 316ti en ég man ekki eftir því að hafa séð eins bíl hér á landi.
Mér finnst þessi bíll nú ekkert sérstaklega fallegur en hann er samt alls ekki ljótur.