SkuliTyson wrote:
Veit einhver eitthvað um þennan bíl?
Hvort það sé búið að fara illa með hann eða eitthvað.
Hvað ætti maður að borga fyrir hann?
http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=C ... _ID=130151
Mér sýnist þetta vera vel með farinn bíll, hann er hérna í Seljahverfinu rétt hjá mér. Hef séð þennan bíl mjög oft og hann virðist vera vel með farinn. Verðið er náttúrlega of hátt, en miðað við hvað hann hefur verið lengi á skrá, þá er líklegt að það sé hægt að prútta. Það segir næsta skoðun 2004, þannig að líklega er auglýsingin frekar ný. Aksturinn virðist vera venjulegur fyrir 8 ára gamlan bíl. Hann virðist vera mjög vel búinn, með öllu nema leddara. Síðan er hann með stafrænt mælaborð!

Stendur að hann sé með flækjur. Ef þér finnst hann flottur, prófaðu að keyra hann, ef þér lýst ennþá vel á hann þá er bara málið að skella sér á hann, eftir að þú lætur skoða hann auðvitað, sem er algert skilyrði fyrir svona bíl, sérstaklega þegar hann hefur verið á sölu svona lengi. Ætti allaveganna ekki að kosta meira en Golfinn þinn.