Veit svo sem ekki!!!
En kraftmesti bíll sem ég hef setið í er án efa Chevrolet Malibu (blár með hvítum víniltoppi R.I.P )sem vinur bróðir mins átti. Man ekki árgerð.
Hann var með 327 og 3.73 læstur á götuslikkum. Togið í þessu er engu líkt!!!!!!! Þó svo að þetta væri bara 327 þá öskraði hann áfram og togið í mínum er bara grátbroslegt miðað við þessa græju!!!!
Voða lítið standard í sá bíl : heitur ás (gekk eins og trunta á lágsnúningi, en á gjöf fínn) , 3500 stall converter, 3.73 læstur, kollháir þrykktir stimplar, vel unnin hedd (portuð), götuslikkar sem grípa VEL, flækjur og þetta basic drasl. Mældur með G-tech 4.8 sek í hundrað!!!!
En greyið var full ryðgað og grindabrotinn svo hann lifði ekki lengi
En Imprezurnar heilla mig líka svolítið, allavega vegna upptaksins. Mér finnst þetta svo sem ekkert sérlega fallegir bílar og það er til alltof mikið af þessu hér í Reykjavík en maður væri til í að eiga eina ALVEG STANDARD útlitslega séð en með modified engine
