gardara wrote:
Ég var að enda við að brjóta sexkantinn sem ég var með, með því að taka á þessu. Er búinn að berja á þetta, bæði diskinn sjálfann og boltann og með því að berja á skrúfjárn svo að höggið fari á boltann. Er líka búinn að prófa að hita þetta með 600°c hitablásara en ekkert virðist duga.
Eftir að sexkanturinn brotnaði þá fór ég og sagaði af honum og smellti því í topplykil, og núna þegar ég ber á topplykilinn og reyni að fá hann til að losna þá er það eina sem ég græði á því að toppurinn á boltanum er farinn að eyðileggjast.
Ég ætla að gera loka tilraun með að berja á þetta, annars ætla ég að prófa að bora meðfram boltanum og losa þetta þannig... Svo ég geti notað boltann aftur, ef það gengur ekki þá verður boltinn boraður úr.
Getur prufað að nota þá stærri sexkant,,,sem er 0,5mm stærri en þú ert með.
Þá nær hann meira taki þegar þú ert búinn að berja hann inn í ónýtu skrúfuna.
Virkaði amk á pönnutappa sem ég var að losa um daginn.
Átti að vera 5mm sexkantur,,,en það scrollaði í,, svo ég prufaði 5.5mm og það virkaði til að ná tappanum úr.