Mér finnst allt í lagi að vera lesblindur, það er þá bara mál lesblinda aðilans. En þegar þú ert að skrifa á spjallborði þar sem þú getur farið vel yfir póstana og breytt og eytt áður en þú sendir inn, svo ekki sé talað um á internetinu sem er samansafn nær óendanlega mikils fróðleiks, að lágmark sé að fara yfir póstana að minnsta kosti einu sinni. Hægt er líka að skrifa upp textann í Word fyrst og keyra villuleitarforrit á hann og síðan copy/paste-a textann bara hingað. Nú ef maður á ekki Word, þá er hægt að finna ógrynni af svona villuleitarsíðum/forritum á internetinu, og eru mörg þeirra alveg frí.
Ég myndi alveg skilja fullkomlega að lesblindur aðili myndi skrifa svona á til dæmis IRC eða öðrum sambærilegum spjöllum, en á spjallborðum sem þessu gefst alveg slatti af tíma til að fara yfir. Ef þú hefur ekki tíma til að fara yfir, þá getur þú alveg eins bara póstað seinna þegar þú ert ekki jafn upptekinn. Spjallið er ábyggilega ekkert að fara neitt langt í millitíðinni
Ég er alls ekki að segja að allt þurfi að vera alveg 100% rétt og fínt og flott, en að hafa textann skiljanlegan án þess að þurfa að taka sér einhvern sér tíma að afkóða eitthvað stafarugl finnst mér vera alveg lágmark.
_________________
Ragnar Halldórsson.
M. Benz 320CE '93 - My precious
BMW E30 316i '90 - Bíter
M. Benz 260e '87 - Seldur
Nissan Sunny

- Pressaður
