Enginn að kvarta yfir mundunum hans Sæma, en Sæmi virðist þó kvarta undan okkur. Það er oft vanþakklátt starf að vera áhugamaður og/eða hugsjónamaður. Sumir eyða meiri tíma en aðrir og fá litla viðurkenningu fyrir opinberlega. Það þarf samt ekki að þýða að menn séu ekki þakkátir og/eða ánægðir með framtakið.
T.d. þessi vefur hér, og myndasafnið, og myndbandasafnið. Ekki oft sem iar eða öðrum er klappað eitthvað sérstaklega á bakið fyrir það, ég dóneitaði t.d. á sínum tíma einhverjum hörðum diskum í serverinn. Svo eru aðrir sem eru að gera og græja í bílunum sínum á fullu, póstandi fullt af myndum af þeim eða einhverjum ferðum, og fá sárafá comment á þræðina, þýðir samt ekki að við skoðum þá ekki og höfum gaman af
Sæmi býr yfir auga fyrir myndum sem ég myndi t.d. aldrei fatta að skjóta, þó svo að maður hafi verið á kafi í ljósmyndun og verið með dark-room heima.