Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
BMW E63 645Ci
Bíll mánaðarins að þessu sinni er fullvaxinn GT bíll og enn eitt afsprengi meistara Chris Bangle...bílinn er BMW E63 645Ci.
 
BMW E36/8 Z3 Coupe 2.8
Bíll mánaðarins á sér ekki marga líka á íslenskum götum og fólk rekur yfirleitt upp stór augu þegar kagginn rennur framhjá. Rennilegar línur og fallegur framsvipur gera bíllinn hreint út sagt glæsilegan að sjá en feitur rassinn gefur þó til kynna að meira leynist undir fögru skinni. Bíll mánaðarins er BMW Z3 Coupe.
 
BMW E36 M3
Bíll mánaðarins er svo sannarlega úlfur í sauðagæru, og í augum hins almenna borgara tæplega annað en hefðbundinn 4 dyra þristur með snyrtilegt spoilerkit og flottar 17" felgur. En við nánari athugun sjást handbrögð mótorsportdeilar BMW greinilega og bakvið saklausa "gæruna" liggur tamið óargadýr.
 
BMW E31 850i
Krúsa þvert yfir Evrópu? Eða jafnvel langsum? BMW 850i er akkúrat tækið í þá ferð! Bíll ágústmánaðar er einmitt hinn stórglæsilegi Calypsorot E31 850i sem valinn var bíll ársins 2005 af meðlimum BMWKrafts.
 
BMW E85 Z4 3.0
18" felgurnar, AC-Schnitzer kittið, harðtoppurinn, leðrið auk annars búnaðar eykur allt á fegurð bílsins en útlitið er ekki allt.... við bjóðum velkominn hinn stórglæsilega bíl mánaðarins í júlí, Z4 3.0 !
 
BMW E46 318iA
Í júní var það E46 318iA sem varð fyrir valinu. E46 bíllinn þótti mjög svo verðugur arftaki E36 þristsins og hefur algerlega staðið undir væntingum enda langvinsælasti bílinn frá BMW og þar af leiðandi sá mikilvægasti fyrir fyrirtækið. Bíll mánaðarins er einstaklega vel búið og fallegt eintak. Njótið vel!
 
BMW E36 320iA 1994 árgerð
Bíll mánaðarins í Maí er E36 320iA Coupe 1994 árgerð. Það verður að segjast að þessi bíll er hlaðinn.
Leður og M spoilerkit, 18" M5 Felgur og svo mætti lengi telja! Í þetta skiptið gengu Toppfilm crewið á Akureyri
í spor CarOfTheMonthCrew og sáu um umfjöllun þessa bíls frá A-Z.
 
BMW E36 328i 1996 árgerð
Bíll mánaðarins í Apríl er hinn silki mjúki E36 328i. Vélin er skref upp á við frá vélinni í 325i bæði
hvað varðar slagrými og tækni. Tæplega 200 hestafla bíll sem líður áfram í öllum akstri... en eyðir á við Yaris?
Mikill lestur í umfjölluninni og fallegar myndir, ásamt sílgildum BMWKrafts stuttmyndum. Njótið vel.
 
BMW E39 M5
Ekki einungis sá kraftmesti sem að hefur verið tekinn fyrir hér í bíl mánaðarins, heldur einnig einn
af kraftmestu BMW bílum allra tíma. Þetta tryllitæki hefur V8 vél í húddinu, heila hjörð af hestum og hljóð
sem lætur fara hroll um líkamann. Ráðherrabíll að utan, Go-Kart í akstri, Bíll mánaðarins í Mars er BMW E39 M5.
 
BMW E81 120i 2005 árgerð
BMW hefur ákveðið að taka þátt í slagnum á fleiri vígstöðvum. Þetta nýja tæki er í stærðarflokki á við VW Golf
en "ásinn" hefur ýmsa kosti!. Þar verður auðvitað fyrst nefnt að einn öxull sér um að koma bílnum áfram á meðan annar beygir.
Bíllinn er gullfallegur og skemmtilegur að keyra og við vonum að það skili sér í þessari litlu kynningu á honum.
Bíll Mánaðarins í Febrúar er BMW Ásinn.
 
BMW E34 M5 1991 árgerð
Þegar maður labbar út í kuldann á dimmum janúar morgni er eins gott að eitthvað skemmtilegt bíði manns.
Og ekki er verra ef að tækið skilar manni vel áfram í hálkunni með driflæsingunum.
Og ef maður er að þessu á annað borð, því ekki að hafa 315hestöfl með í farteskinu?
Bíll mánaðarins í Janúar er BMW E34 M5 - sennilega eitt mesta bang-for-the-buck í BMW línunni í dag.
 
BMW E38 740ia 1995 árgerð
Desember er tími lúxus og þæginda, svo við kynnum til leiksins stóra bróðurinn úr ættinni!
Látið fara vel um ykkur í rafdrifnum lúxus sætum, því hér er BMW E38 740ia!
 
BMW E30 325i 1988 árgerð
Nóvember mánuðurinn er ferð aftur í tímann, alveg aftur á seinustu öld!
Bíllinn sem var tekinn fyrir er einn hlaðinn 325i M-tech II
Njótið vel!
 
BMW X3 3.0i 2004 árgerð
Bíll mánaðarins í Október 2004 er hinn geysilega hressi, BMW X3!
Útgáfan sem var prófuð var 3.0i týpan, en meira um þetta er hægt að
lesa hérna inni í umfjölluninni. Njótið vel!