Eftir að skipt var um diska og klossa um daginn þá finn ég víbring, sérstaklega í stýri. Diskar og klossar eru frá Borg & Beck og ástæðan fyrir þeim kaupum er að ég veit um eins X5 sem er með klossa og diska frá Borg & Beck og ekkert vesen. Hinsvegar vælir aðeins í bremsum þegar ég er að bremsa á lítilli ferð, eins finnst mér eitthvað rekast örlítið í einhverstaðar hjá bremsum en ég get ekki pinnpointað hvort það er hægra megin að aftan eða framan. Víbringurinn er bara þegar ég keyri á milli 70-100km hraða en það víbrar ekkert þegar ég stíg á bremsuna. Dekk eru góð og voru þau balanseruð fyrir nokkrum dögum.
Hvað gæti þetta verið? Verkstæðið sem setti þetta í sagði að þetta hefði gengið vel og ekkert vesen hefði verið og ekkert athugavert var að sjá á t.d caliper og fleirru sem tengist hjólabúnaði/bremsum.
|