fór í smurningu í 217.þús km, er búinn að gá hvort þetta sé rétt olía og það passar allt.
mér finnst eins og hljóðið komi úr vélinni, ég veit bara ekki hvað þetta gæti verið. hljóðið kemur eingöngu þegar bíllinn fer yfir 2000 snúninga, þegar myndbandið var tekið upp var vélin heit og góð. Ég er ekki fróður um bíla svo öll hjálp kæmi sér vel það sem að ferð á verkstæði er ansi dýr.
Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM. ██ 1994 BMW E36 332i sedan ██ 1991 Chevrolet Camaro Z28 ██ 1982 Toyota Carina A60 ██ 2005 Ford Fiesta ST
Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið
Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52 Posts: 5326 Location: Keflavík
Ég ætla að taka undir það sem hinir segja og skjóta á stangarlegu. Ég hef verið í kringum nokkra bíla sem fóru á stangarlegum og þeir hljóma allir svona.
Ég mæli með að þú keyrir bílinn ekki neitt og forðast það að setja í gang. Ég hef séð bíl með ónýta stangarlegu verið settan í gang og áður en hann náði að hitna var stimpilstöng komin í gegnum blokkina.
Byrjaðu á því að draina olíuna í hreint ílát og reyna að sjá hvort það er eitthvað svarf í henni. Veit ekki hversu mikið vesen það er að taka olíupönnuna úr þessum bílum en þegar þú ert búinn að draina geturðu tekið pönnuna af og reynt að hreifa við stöngunum, ef það er eitthvað slag í einhverri stönginni þá er pottþétt farin lega.
Ef þetta væri Vanos þá væri hljóðið líkara þessu:
Hér er annar BMW farinn á stangarlegu, hljómar svipað, er ekki í lausagangi heldur bara þegar vélinni er snúið:
Hér sérðu hvað ég á við með að hreifa við stöng:
_________________ Danni
'01 E46 330iA '99 E46 320i '98 Honda Civic 1.5i '17 VW Polo 1.2 TSi
Það er ekkert Vanos í þessum heldur. Annar áður en maður fer að dæma stangarlegu ónýta hérna í beinni þá myndi ég láta einhvern fagaðila þarna fyrir norðan eins og Carx hlusta þetta fyrir þig , svona ef þetta er bara brotinn viftureimastrekkjari
smá update, fór á verkstæði og skildi bílinn eftir, fékk svo símhringingu áðan og fékk góðar fréttir, hálfstífluð undirlyfta,. skipt um olíu og sett hreinsiefni og hljóðið fór.
Users browsing this forum: No registered users and 41 guests
You cannot post new topics in this forum You cannot reply to topics in this forum You cannot edit your posts in this forum You cannot delete your posts in this forum