| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| dund í E34 https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8048 |
Page 1 of 1 |
| Author: | Einsii [ Thu 04. Nov 2004 12:31 ] |
| Post subject: | dund í E34 |
Ég er ekki einusinni byrjaður að skoða þetta en datt bara í hug að hafa einhverjar lágmarks upplýsingar um þetta áður en ég fer í það. Málið er að það vantar perur í hitastilli og viftu hraða takkana í miðstöðina hjá mér.. hvernig kemst ég að þessu ? Og lika hvernig kemst í græjuna sem togar niður gardínuna í afturglugganum.. fjöðrin er farin eða eitthvað, allavega fer hún ekki niður. Komið endilega með einhverjar fljótlegar og idiot proof lausnir fyrir mig Og ja gamalt vesen sem ég var ekki buinn að fá neitt útúr..http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?p=89493&highlight=#89493 |
|
| Author: | Bjarki [ Thu 04. Nov 2004 13:02 ] |
| Post subject: | |
Peran er númer 12 á þessari mynd:
Verður að komast á bakvið þetta og þá er peran held ég stungin inn og þær eru nokkrar og það borgar sig að skipta um þær allar. Myndi nú bara skrúfa í sundur og komast að tjaldinu í afturglugganum og sjá hvað er að, er þetta nokkurð rafdrifið? Ef svo er þá er til eitthvað fix á netinu. Með ASC takkann þá er þetta örugglega pera sem er lóðuð í og ekki hægt að kaupa hana frá BMW nema bara að kaupa nýjan takka og það gerir maður ekki. Ég hef ekki fengið perur í réttum lit hérna á Íslandi en á slatta af perum sem ég keypti í Conrad í Þýskalandi. Svo er líka hægt að kaupa bara hvítar perur sem eru sambærilegar að stærð en með sömu w og 12v og tússa þær með rauðum perm túss eða ennþá betra nota tint spray. Hef líka skipt yfir í led ljós þar sem er pláss eins og í rofunum fyrir rafmagnið í rúðunum að aftan í e32/e34 þá er það appelsínugul díóða og svo viðeigandi viðnám og svo bara lóða. |
|
| Author: | Einsii [ Thu 04. Nov 2004 13:29 ] |
| Post subject: | |
nei ég er með hina miðstöðina |
|
| Author: | Bjarki [ Thu 04. Nov 2004 14:38 ] |
| Post subject: | |
Einsii wrote: nei ég er með hina miðstöðina
o.k. á kraftinum er búið að linka á epc/etk á netinu, findu það og kíktu hvar perurnar eru staðsettar í þinni miðstöð. Þessar miðstöðvar eru alveg rafstýrðar þ.e. ekki neinir vírar þannig það er mjög auðvelt að taka þær úr og kíkja á þær. |
|
| Author: | íbbi_ [ Thu 04. Nov 2004 16:31 ] |
| Post subject: | |
en þetta kom sé vel fyrir mig þar sem það er líka sprungin pera hjá mér og ég er með miðstöðina á myndini hmm, ég tók eftir því að takkin hjá mér er eins og það sé grænt ljós í honum en sprungin pera (ACS) en hinsvegar get ég líka séð það á ACS merkinu á milli hraða og snúningsmælanna, |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|