bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Eðlilegt að rafgeymir tæmir sig út af Led framljósaperum?
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=69320
Page 1 of 1

Author:  fraizer [ Mon 19. Oct 2015 20:34 ]
Post subject:  Eðlilegt að rafgeymir tæmir sig út af Led framljósaperum?

Ég er með 2 stk BMW einn e46 coupé og einn e61

Ég prufaði að setja LED framljósaperur í e46 ( kringum hádegi ) svo um kvöldið þegar átti að fara á bílnum þá var hann orðinn rafmagnslaus, ( það er snúningstakki til að kveikja ljósin og þau voru slökkt yfir daginn ) svo þegar bíllinn náðist í gang þá blikkuðu framljósin alveg rosalega þó svo væri slökkt á þeim... ég talaði við bílabúð hérna úti í noregi þar sem ég er og þar fékk ég þau svör að LED perur og BMW færu ekki saman.... ég á fullt af led perum til að setja í númeraljós og inn í bíl keypt fyrir bmw en ég er ekki alveg að þora að skipta í e61, hefur einhver lent í eða þekkir til um þetta ?

öll svör vel þegin

Author:  Hrannar E. [ Tue 20. Oct 2015 10:18 ]
Post subject:  Re: Eðlilegt að rafgeymir tæmir sig út af Led framljósaperum

Ég átti e90 og það voru led perur í framljósunum. Þau blikkuðu alltaf svona þegar ég var ekki búinn að kveikja aðalljósin, hafði samt engin áhrif á geyminn

Author:  Danni [ Wed 21. Oct 2015 04:42 ]
Post subject:  Re: Eðlilegt að rafgeymir tæmir sig út af Led framljósaperum

Ástæðan fyrir blikkinu er að tölvan sendir boð í ljósin til að athuga hvort perurnar séu sprungnar. Boðin eru ekki nóg til að kveikja á venjulegum perum en ljósadíóður þurfa ekki nema 1,5-2 volt til að lýsa og ef þetta eru lággæða perur sem gera ekki ráð fyrir svona púlsum þá gerist akkúrat svona. Þegar það eru keyptar LED perur fyrir BMW-a og aðra bíla með svona kerfi þá fylgja oft með millistykki með álagstmótstöðu, sem tengist milli peru og looms. Þessar mótstöður hitna alveg gríðarlega og það má alls ekki festa þær á plasthluti, verður að festa við málm til að hjálpa við kælingu.

En þetta getur ekki haft áhrif á geyminn. Kerfið þarf svisstraum til að fara í gang þannig þegar það er svissað af bílnum er hann ekki að athuga hvort perur séu sprungnar eða ekki. Það hefur eitthvað annað gerst sem tæmdi geyminn. Ómögulegt að giska á hvað samt.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/