bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 27. Apr 2024 20:47

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 19. Oct 2015 20:34 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 28. Feb 2009 22:35
Posts: 10
Ég er með 2 stk BMW einn e46 coupé og einn e61

Ég prufaði að setja LED framljósaperur í e46 ( kringum hádegi ) svo um kvöldið þegar átti að fara á bílnum þá var hann orðinn rafmagnslaus, ( það er snúningstakki til að kveikja ljósin og þau voru slökkt yfir daginn ) svo þegar bíllinn náðist í gang þá blikkuðu framljósin alveg rosalega þó svo væri slökkt á þeim... ég talaði við bílabúð hérna úti í noregi þar sem ég er og þar fékk ég þau svör að LED perur og BMW færu ekki saman.... ég á fullt af led perum til að setja í númeraljós og inn í bíl keypt fyrir bmw en ég er ekki alveg að þora að skipta í e61, hefur einhver lent í eða þekkir til um þetta ?

öll svör vel þegin


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 20. Oct 2015 10:18 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 21. Oct 2008 19:45
Posts: 595
Ég átti e90 og það voru led perur í framljósunum. Þau blikkuðu alltaf svona þegar ég var ekki búinn að kveikja aðalljósin, hafði samt engin áhrif á geyminn

_________________
BMW e39 540i 2000


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 21. Oct 2015 04:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Ástæðan fyrir blikkinu er að tölvan sendir boð í ljósin til að athuga hvort perurnar séu sprungnar. Boðin eru ekki nóg til að kveikja á venjulegum perum en ljósadíóður þurfa ekki nema 1,5-2 volt til að lýsa og ef þetta eru lággæða perur sem gera ekki ráð fyrir svona púlsum þá gerist akkúrat svona. Þegar það eru keyptar LED perur fyrir BMW-a og aðra bíla með svona kerfi þá fylgja oft með millistykki með álagstmótstöðu, sem tengist milli peru og looms. Þessar mótstöður hitna alveg gríðarlega og það má alls ekki festa þær á plasthluti, verður að festa við málm til að hjálpa við kælingu.

En þetta getur ekki haft áhrif á geyminn. Kerfið þarf svisstraum til að fara í gang þannig þegar það er svissað af bílnum er hann ekki að athuga hvort perur séu sprungnar eða ekki. Það hefur eitthvað annað gerst sem tæmdi geyminn. Ómögulegt að giska á hvað samt.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 86 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group