bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 27. Apr 2024 20:09

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page Previous  1, 2
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Sun 02. Feb 2003 19:56 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Vá hvað þetta er rosalega fallegur bíll!!
Ótrúlegt hvað rauður getur komið stundum svakalega vel
út á bmw :)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Feb 2003 02:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
Eiginlega er það best að hafa auka sett af spíssum í staðinn fyrir að vera að fikta í stock dótinu, hafa stock tölvu sem sér um bensín þangað til að stock spíssar renna út, þá tekur við piggy-back eða stand alone og dælir í gegnum aðra spíssa,

Að hækka bensín þrýsting of mikið skemmir leiðslur og O hringi, eyðir bensín dælunni fyrr, en ekkert til að taka eftir líklega,

Túrbo bilar eyða meirru undir engu boosti, því að túrbínan er fyrir pústinu, þú veist það alveg

Sumir SC eru með kúplingar og því undir no load eða cruise þá aftengja þeir sig,

En 2,8 bílinn er með Double vanos og er með léttari vélahluti og drivertrain, þannig sparast bensín gegn 3,6-3,8vél þótt að 2,8 væri turbo eða SC,

Bremsukerfis breyttingar væru þá diskar sem eru algjörlega max 10kg þyngri allan hringinn, flestir stærri eru eins léttir eins og hægt er,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Feb 2003 09:19 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Athyglisverð umræða og góður punktar.

Ég hef því miður aldrei keyrt bíla með SC en hef þonokkra reynslu af öflugum bílum sem eru turbo eða NA. NA á hug minn og hjarta því þegar M5 t.d. kemur á snúning í kringum 3800 þá eru lætin ekkert minni en í Impreza Turbo.

Hvorutveggja er hinsvegar mjög skemmtilegt. Ég tel hinsvegar að ef NA dugar mönnum ekki og þeir eru að leita að afli að þá hljóti að vera betra að taka SC þrátt fyrir að bensíneyðsla sé stærsti gallinn. Þú ert allavega með keyranlegan bíl og gífurlegt afl.

Eitthvað fyrirtæki í UK er núna að breyta E39 540 bílum með SC. Með breytingu skilar hann 395 hestöflum en er samt sjálfskiptur - hann er samt að skila svipuðum tímum og E39 M5 en fyrir minni pening en hefur auk þess viðbragð við "kickdown" sem er erfitt fyrir M5 að mæta nema hann sé viðbúinn.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Feb 2003 10:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Þeir hjá esstuning eru búnir að þróa kit fyrir 540 sem gefur 392hö fyrir sjálfskipta og beinskipta bíla og annað sem gefur 437hö bara fyrir beinskipta.

Þetta sést hér

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Feb 2003 10:58 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Varðandi Skrif Gunna 3 Feb.

Að setja auka sett af spíssum er ágætis aðferð og sennilega best með tilliti til endingar og nýtni.

En það er frekar dýrt að fara þá leið, því þú þarft að kaupa 6 nýja spíssa og tengja! Nema þú ætlir að notast við 1-2 aukaspíssa, eða jafnvel kaldræsi spíssinn sem sumir hafa gert. En þá ertu náttúrulega ekki að fá eins góða dreifingu.

Ég er alveg sammála með bensínþrýstinginn. Þessvegna keypti ég t.d. vírofnar bensínleiðslur hjá mér.

En varðandi eyðsluna. Hmmm... ég er nú ekki alveg sáttur þar. Að segja að túrbo bíllinn eyði meira undir engu boosti er ekki alveg að segja allt. Að sjálfsögðu eyðir turbo bíllinn þegar hann er á engu boosti meira en ef hann væri með góðum venjulegum pústgreinum (hvað þá flækjum).

En það er bara brot af því sem SC bíll væri að eyða miðað við "stock" bíl. Þannig að það sem ég meinti var:

Turbo bíll á engu boosti er að eyða meira en sami "stock" bíll, en það er minni munur en við bærum saman bíl með SC og "stock" bíl.

Ég man ekki eftir að hafa séð SC "application" á bíl þar sem er notast við kúplingar til að aftengja hann undir "no load condition". Ég man eftir að hafa séð einhversttaðar dæmi um SC sem er kúplað inn á flugvélamótorum, en ekki á bíl. Hefurðu séð svona á einhverjum bíl? Endilega benda mér á það því maður vill alltaf fræðast um svona hluti. Ég er ekki alveg að skilja hvernig kerfið virkar upp á praktíkina að gera.

Quote:
En 2,8 bílinn er með Double vanos og er með léttari vélahluti og drivertrain, þannig sparast bensín gegn 3,6-3,8vél þótt að 2,8 væri turbo eða SC,


Ókei... Að sjálfsögðu ertu að fá minni eyðslu með léttari bíl og 2.8 vél í BLÖNDUÐUM akstri, bæði varðandi Turbo og SC. En munurinn verður miklu minni en á "stock" bíl með sömu vélastærðum. En ef þú ert að NOTA þessi auka hestöfl sem þú hefur möguleika á, þ.e. keyrir venjulegan M5 og 2.8L SC/Turbo bíl nokkra hringi á Nurburgring, þá hugsa ég að eyðslan yrði nú svipuð...

Og léttari vélarhluti já, en þú "þyngir" vélina (vélin verður ekki eins létt í vinnslu) með SC og Turbo! Þannig verður til meiri eyðsla ...

Og það er ekki að ástæðulausu sem "drivetrain-ið" er léttara. Og það er það sem ég er að meina með að þú þarft að breyta bílnum:

Það er ekki nóg að taka bara bremsukerfið. Það sem ég sagði var T.D. bremsukerfið. Bremsukerfið já kannski 10kg.

SVO:

SC/Turbo kerfið sjálft. Hvað ætli það sé, 20-30kg (turbo/SC, wastegate, reimar osfrvs)? spíssar, tölvan, fpr 2.8 og hitt og þetta smádót.

Og þar sem þessi 2.8 Turbo/SC bíll er með þetta léttara "drivetrain" þarf oft að skipa því út! Ný skipting og drif (stærri og þyngri) !

Fyrir utan bara dót sem ekki er þyngra en þarf oft að skipta um. Stýrisdót og fjöðrun ofl sem er til staðar í M5 bílnum.

Ég er kannski kominn í marga hringi... :roll:

Ég er ekki að reyna að starta einhverju stríði, ég er bara að benda á, að það að fara SC/Turbo leiðina er oftast önnur leið til að nálgast sama hlutinn. Það er ekki hægt að fá allt fyrir ekki neitt. Ef þú vilt setja SC/Turbo á bílinn þinn, þá ertu að fara sama veg og Motorsport deildin er að fara. Þú ert bara ekki á sama farartæki. En endanleg niðurstaða verður svipuð. Ef þú vilt meira afl, þá verður bensíneyðslan meiri. Þetta meira afl kallar á öflugri "drivetrain". Öflugra "drivetrain" kallar á öflugri fjöðrun og stýrisgang. Og allt þetta kallar á betri bremsur.

Þannig að það að borga 30-40% meira fyrir M5 vs 528i/530i/540i eða hvað sem menn eru að spá í, er ekki bara fyrir þessi auka hestöfl. Það er svo margt margt margt annað sem þarf að reikna inn í dæmið. Að sjálfsögðu er það kúl tilhugsun að vera kominn með 40-60% meira afl undir húddið í bílinn sinn. En trúið mér, að þegar þið eruð komnir með þetta undir húddið, þá eruð þið búnir að sjá að dugar ekki bara eitt og sér.

Þá eruð þið fastir í vítahring bíladellumannsins! Þá þarf sterkari gírkassa, svo þarf stífarið fjöðrun osfrv. Og eftir þessi 2-3 ár sem þetta tók ykkur allar helgar og öll kvöld í spekúleringum og undirbíls-skríðingum (ég þorði ekki annað en að setja bandstrik þarna til að fyrirbyggja misskilning) þá eigið þið eftir að óska þess að þið hefðuð aldrei farið út þetta. Heldur bara selt gripinn original og pungað út fyrir einum M5 til að byrja með.

Sparað á því bönch af klinki, gráum hárum og rifrildum við betri helminginn. 8)

En þetta er samt gaman... eftirá :wink:

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Feb 2003 11:17 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
LOL.... ég styð þetta!

Ef við spáum í þetta frá sjónarhóli "M" deildarinnar þá finnst mér nú líklegt að þeir viti hvað þeir eru að gera.

Það er vel hægt að auka afl í bílum með smávægilegum breytingum en þegar menn eru að tala um að auka verulega þá er líklegast oftast hagstæðara að kaupa bara M bíl. Menn gleyma því líka oft að þeir eru afskaplega sterkir.

Hinsvegar er það kannski annað þegar menn eru komnir með M vél og svo farnir að tjúna hana... þá ertu í rauninni kominn á toppinn og farin að vilja meira og M deildin ekki með neinar lausnir umfram það sem sem M vélin býður.

Það er svo líka annað í þessu, oft eru menn að taka bíla sem eru lítils virði og nóg til af og breyta þeim með ærnum kostnaði en treysta á framboð ódýrra varahluta o.s.frv. til að halda verkefninu gangandi.

Í því sambandi væri t.d. athyglisvert að skoða hvernig E30 M3 myndi standa sig gagnvart mikið breyttum (vélarlega) og talsvert öflugri 325 E30 t.d. með túrbó... ég veðja á M3 anytime (það er ef það eru einhverjar beygjur á leiðinni).

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Feb 2003 11:28 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
svezel wrote:
Þeir hjá esstuning eru búnir að þróa kit fyrir 540 sem gefur 392hö fyrir sjálfskipta og beinskipta bíla og annað sem gefur 437hö bara fyrir beinskipta.

Þetta sést hér

Eruð þið búnir að skoða verðin á þessu? vá

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Last edited by Djofullinn on Mon 03. Feb 2003 12:54, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Feb 2003 12:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
Bíll með túrbo eyðir minna ef hún væri tekin af,
þannig eyðir hann meira en að vera NA,
þetta er nú bara líter um það bil,

Ég veit í raun ekki hvernig SC eyða, en geri ráð fyrir því að þeir eyði meir en turbo og na bílar,

Bens Kompressor SLK er með svona díli, einnig allir nýjir kompressor bensar, ég man ekki hvernig það virkaði en "kúplaði" sig laust í lausagang og cruisi,

Mundu þú sagðir að maður væri 95% ekki í botni þannig að það verður að taka tillits til blönduðum akstri,

Í botni þá væru þessir 2,8boosted/M5 líklega að eyða því sama,

Vélarhlutirnir, stimplarnir, stangirnar og það er léttara í M52 vél heldur en S38 þónokkuð, álagið frá turbo eða SC er ekki nálægt S38 vélinni,

Drivertrain í E39 2,8 eða E34 2,5 er sko ekki lélegt, þetta þarf að haula 1550-1650kg bíl um og er því alveg nógu sterkt til þess ég veit ekki um neinn sem hefur þurft að skipta út BMW dótinu fyrir M dót,

Fjöðrun, bremsur : Ef þú heldur þig á stock "15 BMW felgunum á E34/E39 bílunum og setur stífarri dempara og gorma þá er mögulegt að það höndli betur en M5 fjöðrun með "17 felgum, því að þyngdin á felgunum eykur svo hreyfi þyngdina á fjöðrunni að "17 mýkir fjöðrun en "15 stíffir fjöðrun(góð grein á www.e30m3performance.com)

Fyrir mitt leiti þá er alltaf best að kaupa besta bílinn í því útliti sem þig langar í, hann hefur besta performance, og það eru framleiddir flestir aukahlutir í þá, M bílarnir þá sérstaklega M5 eru þar undantaldir,

Við erum ekki að rífast heldur að rökræða :)

Það er góð ástæða fyrir því að ég tók M3 vélina yfir 745i vél eða M5 vél,
þróaðri og til meira í hana heldur en hinar, miklu betri eyðsla, 13lítrar í versta falli, einu sinni 17 en bara einu sinni,

M3 vs. 325i hefur verið barið til óbótta á www.bmwe30.net
325is ´87 með góðri fjöðrun og 4,1 drifi og knastás er alveg eins og M3 E30 195hö bílinn, Evo III er ekki hægt að bera saman 240hö NA í 2,5vél

Túrbo 325i myndi skilja E30 M3 eftir allstaðar nema í AutoX

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Feb 2003 12:59 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Þetta eru skemmtilegar umræðu hjá ykkur - ekki hægt að segja annað.

Já, en það er einmitt það sem ég vil meina með E30 M3, bíllinn er hanaður frá grunni sem akstursbíll og er enn í dag talinn einn besti brautarbíllinn í þessum flokki.

Það er fleira sem kemur til greina þarna. E30 M3 er t.d. með talsvert öðruvísi boddíi og miklu betur hannaður loftfræðilega séð. Hann gæti því staðið í öflugri bílum þegar á meiri ferð er komið og er auðvitað talsvert stöðugri.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Feb 2003 16:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
M3 E30 er sigusælasti bill í mótorsport fyrr og síðar

En götu útgáfan er langt frá því að vera lík DTM bílum nema í útliti og "layout"

E30 M3 Er með aðeins öðruvísi fjöðrun að framan og meiri track width,
Svo er hann með öðruvísi afturglugga sem gefur stability á áhraða

Annars er hann alveg eins,

E30 325i Sport UK sem væri 200hö myndi alveg standa hart í hárinu á M3
UK sport er með sport kassa og læsingu og gífurlega gott spoiler kit,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Feb 2003 16:21 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Og ekki eins flottur :wink:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Feb 2003 16:44 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Já, ég verð að vera sammála Babecar, þetta er mjög skemmtilegar umræður. Þið vitið svo mikið um þetta, ég hef nú voða lítið vera spá í þessu enda bæði sc og turbó fjarlægur draumur vegna kostnaðar. Verð bara að vera sáttur við NA vélina mína - stórt stökk frá 520 bíl

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page Previous  1, 2

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 99 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group